en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3538

Title: 
  • Title is in Icelandic Hann þjálfar hendur mínar til hernaðar. Athugun á hernaðarlegu málfari í Saltaranum
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerðinni er hernaðarlegt málfar í Saltaranum til athugunar. Leitast var við að skoða sálma með þremur einkennum: Í fyrsta lagi þar sem bæn til Guðs í hernaðarlegum aðstæðum kemur fyrir. Í öðru lagi sálma þar sem hjálp Guðs í stríði er lýst og loks sálma sem lofa konunginum sigri með hjálp Guðs. Sálmar af þessu tagi innihalda ríkulegt myndmál tengt hernaði og þannig tengjast þeir viðfangsefni ritgerðarinnar beint. Rannsóknin snýst um að greina sálma á þessum grundvelli og skoða í kjölfarið eftirfarandi spurningar: Hvað felst í bæn til Guðs í samhengi hernaðar? Bregst Guð við slíkum bænum og þá hvernig? Á hvaða forsendum eru bænir þjóðarinnar eða konungsins settar fram? Hvers vegna lofar Guð konunginum sigri? Þessar rannsóknarspurningar ættu að gefa góða mynd af birtingarformi hernaðarlegs málfars í Saltaranum en spurningin er hvort hægt sé að svara slíkum spurningum og fá botn í myndlíkingar og málfar tengt stríði? Síðast en ekki síst þarf að leita svara við því hvers vegna Guð kemur svo mikið við sögu í hernaði? Valdir voru tveir sálmar (Slm 18 og 44) úr safni Saltarans með það fyrir augum að fá einhvers konar þverskurð af málfari tengdu hernaði. Rannsóknin er að mestu leyti byggð á túlkunum fræðimanna sem hafa ritað ritskýringarverk um Saltarann og bækur sem tengjast efninu. Þar sem aðeins er fjallað um tvo sálma var að einhverju leyti stuðst við áherslur fræðimannsins Gerald H. Wilson með það fyrir augum að tengja sálmana tvo við aðra sálma eða reyna að sýna fram á svipuð stef í öðrum sálmum. Þannig verður umfjöllunin fjölbreyttari og fleiri sálmar koma við sögu og ættu að geta veitt ágætis mynd af málfari hernaðar í Saltaranum, þar sem Guð og konungurinn gegna mikilvægum hlutverkum.

Accepted: 
  • Sep 16, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3538


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Finsson_fixed.pdf1.11 MBOpenHeildartextiPDFView/Open