is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35390

Titill: 
  • Læknamistök í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og íslenskur réttur
  • Titill er á ensku Medical negligence in the case law of the European Court of Human Rights and Icelandic jurisprudence
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er í grundvallaratriðum skipt í tvennt. Í fyrsta lagi var markmiðið að lýsa dómaframkvæmd MDE í málum þar sem læknamistökum hefur verið borið við en tiltekin þróun hefur átt sér stað í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu í slíkum málum á síðustu árum. Jafnframt að lýsa skyldum aðildarríkja í þeim málaflokki og svara þeirri spurningu hvenær til ábyrgðar ríkja getur stofnast í þessum efnum. Í öðru lagi að heimfæra þær skyldur sem af dómaframkvæmdinni leiða á íslenskan rétt og svara þeirri spurningu hvort, og þá hvernig, hið íslenska réttarkerfi er til þess fallið að uppfylla þær skyldur sem á ríkinu hvíla. Við rannsóknina var fyrst og fremst stuðst við dogmatíska rannsóknaraðferð. Þá var eigindlegri rannsóknaraðferð í lögfræði beitt þegar leið á lok skrifanna með þeim hætti að viðtal var tekið við sérfræðing hjá Embætti landlæknis. Slíkt reyndist nauðsynlegt til þess að varpa frekara og betra ljósi á hið íslenska kerfi.
    Helstu niðurstöður eru þær að skyldur ríkja skiptast í efnislegar skyldur og málsmeðferðarskyldur. Af þeim leiðir að til ábyrgðar ríkja geti fyrst og fremst stofnast sé ekki fyrir hendi skilvirkt regluverk innan heilbrigðiskerfa þeirra sem verndar líf og persónuleg heilindi sjúklinga í skilningi 2. og 8. gr. MSE. Jafnframt ef ekki er fyrir hendi fullnægjandi málsmeðferðarumgjörð að landsrétti til þess að bregðast við meintum læknamistökum. Að auki, að til ábyrgðar ríkja geti nú almennt ekki stofnast einungis á grundvelli háttsemi heilbrigðisstarfsmanna við framkvæmd starfa þeirra. Þá er hið íslenska réttarkerfi í grundvallaratriðum til þess fallið að uppfylla þær skyldur sem á íslenska ríkinu hvíla í þessum efnum. Samhliða því að svara framangreindum rannsóknarspurningum dró höfundur ýmsar áhugaverðar ályktanir af dómaframkvæmd MDE sem og hinum íslenska rétti. Rök eru meðal annars færð fyrir því að í mannréttindasáttmála Evrópu felist efnislegur réttur til lífsnauðsynlegrar og bráðrar heilbrigðisþjónustu að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Samþykkt: 
  • 18.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35390


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEISTARARITGERÐ LOKASKJAL IVANA ANNA NIKOLIC PDF.pdf1.25 MBLokaður til...18.05.2030HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_útfyllt.pdf387.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF