is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3540

Titill: 
  • Fjölskylduhjúkrunarmeðferð. Ávinningur af stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum á lungnadeild
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Langvinn lungnateppa (LLT) er langvinnur sjúkdómur sem leggur miklar byrðar á sjúklinginn og fjölskyldu hans. Fjöldi þeirra sem hafa LLT fer vaxandi og æ fleiri látast úr sjúkdómnum á hverju ári. Sjúklingar með LLT eru lagðir inn á lungnadeild þegar sjúkdómurinn ágerist. Fjölskylduhjúkrun nýtur vaxandi athygli, sérstaklega í barnahjúkrun og heilsugæslu. Þegar sjúklingur með langvinnan sjúkdóm er lagður inn á sjúkrahús er mikilvægi fjölskyldunnar í svo erfiðum aðstæðum mjög mikið og ræðst það af því viðhorfi að veikindi séu allrar fjölskyldunnar. Hjúkrunarfræðingar á lungnadeild fá þá ómetanlegt tækifæri til að vinna með sjúklingnum og fjölskyldu hans, styðja og mynda meðferðarsamband. Flestir sjúklinganna þurfa frekari aðstoð á heimili sínu, þeir leggjast síðan aftur inn á lungnadeild og þá leggur meðferðarsambandið grundvöll að frekari gæðaþjónustu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta ávinning af ákveðinni hjúkrunarmeðferð. Meðferðin felst í stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum sem fara fram á lungnadeild. Sett er fram sú stefnurannsóknartilgáta að þeir sem fá stuttar fjölskylduhjúkrunarmeðferðarsamræður telji þeir fái meiri og virkari stuðning en þeir sem fá hefðbundna fjölskylduhjúkrun á lungnadeild. Þátttakendur eru nánustu ættingjar sjúklinga á lungnadeild sem þeir töldu að veittu þeim mestan stuðning. Alls voru þetta 30 einstaklingar, 15 í tilraunahópi (n=15) og 15 (n=15) í samanburðarhópi, 8 karlar og 22 konur, á aldrinum 19–≥60 ára. Hjúkrunarmeðferðin fólst í einu stuttu meðferðarsamtali sem tók rétt rúmar 20 mínútur. Í rannsókninni er beitt hálfstöðluðu rannsóknarsniði. Upplýsinga var aflað um bakgrunn þátttakenda og þeir svöruðu tveimur spurningalistum um fjölskylduvirkni fyrir og eftir hjúkrunarmeðferð og um fjölskyldustuðning eftir hjúkrunarmeðferð. Helstu niðurstöður voru að marktækur munur er á upplifuðum stuðningi á milli tilrauna- og samanburðarhóps sem styður rannsóknartilgátuna um að stuttar fjöl-skylduhjúkrunarsamræður veiti nánustu ættingjum sjúklinga á lungnadeild meiri upplifaðan stuðning en hefðbundin hjúkrunarþjónusta á lungnadeild. Rannsóknin er vísbending til hjúkrunarfræðinga um að stuttar fjölskyldumeðferð-arsamræður geta bætt líðan fjölskyldna sjúklinga sem leggjast á lungnadeild Landspítalans. Lykilorð: COPD/LLT, lungnadeild, fjölskylduhjúkrun, langvinn veikindi, meðferðarsamræður, hjúkrunarmeðferð, hjúkrunarrannsóknir.

Styrktaraðili: 
  • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Athugasemdir: 
  • Athugasemdir er á óskilgreindu tungumáli Geisladiskur fylgir með prentaða eintakinu sem er varðveitt á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
  • 17.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3540


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð sept. 2009 pdf_fixed.pdf3.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna