is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35408

Titill: 
  • „Óréttlætið rekur mig áfram“: Jóhanna Sigurðardóttir sem fyrsta þingkona Alþýðuflokksins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við lok 7. áratugarins varð hin svokallaða „68-bylting“ og ný femínísk hreyfing dreifðist um hinn vestræna heim með margvíslegum áhrifum á samfélag, menningu og pólitík. Þessi hreyfing náði til Íslands og hafði töluverð áhrif á meðvitund landsmanna um stöðu kvenna og minnihlutahópa í þjóðfélaginu. Umhverfi stjórnmála var karllægt og lítill áhugi á að skapa rými fyrir konur. Í kjölfar 68-byltingarinnar sóttu fleiri konur inn á stjórnmálasviðið og t.a.m. var stofnuð ný stjórnmálahreyfing í byrjun 9. áratugarins undir heitinu Samtök um kvennalista. Undir lok 8. áratugarins hafði það gerst í fyrsta sinn að kona settist á þing fyrir Alþýðuflokkinn. Þótt flokkurinn hafi skilgreint sig sem frjálslyndan jafnréttisflokk sem barðist fyrir jöfnuði og velferðarkerfi fyrir alla landsmenn var Alþýðuflokkurinn síðastur hinna rótgrónu íslensku stjórnmálaflokka til að fá konu kjörna á þing. Þingmaðurinn var Jóhanna Sigurðardóttir og hún settist á þing árið 1978. Stjórnmálaferill hennar fram til ársins 1994 er til skoðunar í þessari ritgerð. Staða Jóhönnu innan flokksins var sterk og hún varð vinsæl meðal almennings en þó umdeild meðal andstæðinga innan þingsins. Hún var í nokkur ár eina þingkona Alþýðuflokksins, varð síðar félagsmálaráðherra og eina konan í ríkisstjórnum frá 1987 til 1994. Á seinni hluta þingferils hennar komu upp deilur í Alþýðuflokknum sem á endanum ollu því að hún yfirgaf flokkinn. Helstu stefnumál hennar frá byrjun til enda tímabils innan Alþýðuflokksins voru mannréttindi, umbætur og styrking velferðarkerfisins.

Samþykkt: 
  • 19.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35408


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_Stefán.Pettersson.pdf592.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg667.61 kBLokaðurYfirlýsingJPG