is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35409

Titill: 
 • Á að breyta Landsbankanum hf. í samfélagsbanka ?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er leitast við að svara spurningunni hvort breyta eigi Landsbankanum hf. í samfélagsbanka. Einnig er farið yfir sögu gömlu sparisjóðanna á Íslandi auk þess sem saga Sparkassen í Þýskalandi er rakin.
  Byrjað er á því að gera grein fyrir hugtakinu samfélagsbanki. Hvað er samfélagsbanki í raun og hvernig myndi slíkur banki bæta íslenskt samfélag ef slík starfsemi væri tekin upp hér á landi. Bornir voru saman kostir og gallar hugmyndarinnar og til þess fékk höfundur nokkra viðmælendur sem annars vegar eru með hugmyndinni um að taka upp starfsemi samfélagsbanka og hins vegar viðmælendur sem eru á móti henni. Þessir aðilar eru jafnframt hluti af heimildum þessarar ritgerðar. Einnig má nefna gögn frá forsvarsmönnum samfélagsbanka erlendis og reynslu þeirra af slíkum bönkum í þeirra heimalandi. Að auki var rætt við Wolfram Morales, forstöðumann skrifstofu forstjóra austurþýsku Sparkassen sparisjóðasamtakanna, sem fór yfir sögu og starfsemi Sparkassen og ræddi möguleika Íslands á að taka upp áþekkt kerfi. Auk þess sem staða samfélagsbanka í Bandaríkjunum er skoðuð.
  Eftir að hafa skoðað og borið saman kosti og galla hugmyndarinnar um að taka upp starfsemi samfélagsbanka hérlendis átti höfundur enn erfitt með að komast að endanlegri niðurstöðu og að finna þannig svar við ritgerðarspurningunni. Hugtakið samfélagsbanki er ekki skilgreint eins hjá öllum og margar útskýringar hafa litið dagsins ljós. Farið er yfir nokkrar mögulegar leiðir fyrir Landsbankann hf. til að breyta starfsemi sinni í samfélagsbanka og í kjölfarið er farið yfir lög og samninga sem hafa þarf til hliðsjónar og fylgja þarf þegar banki í ríkiseigu gerir einhvers konar breytingar á sinni starfsemi í þessa átt. Meðal annars er um að ræða Samkeppnislög og EES samninginn.
  Höfundur telur jafnvel að skoðanir manna á hugmyndinni byggi að einhverju leyti á stöðu þeirra sjálfra í pólitík og að alltaf megi finna bæði kosti og galla við hugmyndina að breyta Landsbankanum hf. í samfélagsbanka.
  Höfundur birtir skoðanir sínar í niðurstöðukafla ritgerðarinnar en tekur fram að án frekari undirbúnings- og rannsóknarvinnu á hugmyndinni, eins og til dæmis undirbúningshópur um stofnun samfélagsbanka hefur gert í Skotlandi, er ekki hægt að svara ritgerðarspurningunni endanlega. Hugmyndin um samfélagsbanka í Skotlandi byggir á stærri aðgerðaráætlun um stofnun slíks banka í öllu Bretlandi.
  Höfundur telur að í raun sé ekkert eitt rétt svar við ritgerðarspurningunni sjálfri. Svarið getur þannig verið mismunandi eftir aðstæðum á hverjum stað og milli manna. Því er reynt eftir bestu getu að útskýra hugtakið samfélagsbanki, taka saman kosti og galla um rekstur slíks banka auk þess er álit þeirra sem hafa kynnt sér málið og viðtöl voru tekin við, birt í þessari ritgerð. Einnig eru skoðaðar erlendar fyrirmyndir að samfélagsbanka. Það er von höfundar að ritgerðin sé fræðandi og sé gott innlegg í umræður um samfélagsbanka fyrir þá sem hafa áhuga á og geti þannig aðstoðað aðila við að mynda sér sínar eigin skoðanir á viðfangsefninu. Markmiðið með ritgerðinni er einnig að skapa frekari grundvöll fyrir umræðu um fjármálakerfið og framtíðarskipan þess hérlendis.

Samþykkt: 
 • 19.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35409


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð pdf.pdf973.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna Skemman.pdf27.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF