is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3541

Titill: 
  • Upplýsingalæsi framhaldsskólanemenda. Áhrif þess á það hvar og hvernig nemendur afla sér heimilda í námi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta fjallar um rannsókn á upplýsingalæsi og heimildaöflun framhaldsskólanemenda í námi. Fjallað er um það hvernig hugtakið upplýsingalæsi er skilgreint og hvernig það hefur áhrif á upplýsinga- og heimildaöflun nemendanna. Um tilviksrannsókn er að ræða þar sem rannsakaður var hópur nemenda í sama framhaldsskólanum. Skólinn sem um ræðir er áfangakerfisskóli og beindist rannsóknin einkum að nemendum á lokaári í námi. Markmiðið með henni var að reyna að varpa ljósi á það hvar og hvernig nemendur afla sér heimilda, hvernig kennslu í heimildaleit sé háttað og meðferð heimilda, svo sem varðandi gerð heimildaskrár. Rannsóknin var bæði eigindleg og megindleg. Í eigindlega hluta rannsóknarinnar voru tekin viðtöl við fimm nemendur skólans og einnig var bókasafn skólans heimsótt, en í megindlega hluta rannsóknarinnar var spurningalisti lagður fyrir nemendur. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að upplýsingalæsi nemendanna sé talsvert ábótavant og sú kennsla sem skólinn býður upp á í heimildaleit skili sér ekki til þeirra. Internetið er orðið helsta upplýsingaveita nemenda og almennt nota þeir ekki prentaðar heimildir nema gerð sé sérstök krafa um það, svo sem við gerð heimildaritgerða. Nemendurnir nýta sér einnig þau félagslegu tengsl sem þeir hafa og sækja aðstoð til þeirra sem næstir eru hverju sinni. Má þar nefna kennara, skólafélaga, ættingja og aðra í nánasta umhverfi þeirra.

Samþykkt: 
  • 17.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLIS_lokaritgerd_fixed.pdf390.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna