is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35420

Titill: 
  • Innleiðing IFRS 16: Framsetning og áhrif innleiðingar IFRS 16 í ársreikningi skráðra félaga á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um raunáhrif og framsetningu nýs reikningsskilastaðals um leigusamninga sem ber heitir IFRS 16. Það var árið 2016 sem þessi staðall var gefinn út og tók hann gildi frá og með reikningsárinu 2019. IFRS 16 setti fram kröfur um skráningu, mat, framsetningu og skýringar sem félög þurftu að uppfylla. Við innleiðingu áttu leigutakar að skrá nýtingarrétt til bæði eignar og skuldar . Kröfurnar sem gerðar voru til leigusala voru nær óbreyttar frá fyrri staðli IAS 17. Alþjóðlega reikningsskilaráðið taldi að hátt í þrjár billjónir Bandaríkjadala væru utan efnahagsreiknings og næstum helmingur fyrirtækja í Evrópu væru með leigusamninga utan hans. Áhrifin og framsetningin var mismunandi hjá öllum félögunum sem voru skoðuð og má þar helst nefna að EBITDA hækkaði hjá öllum félögunum og öll félögin nýttu sér það úrræði reglna er varðaði innleiðingu, að þeir leigusamningar sem ekki höfðu verið skilgreindir sem slíkir fyrir innleiðingardag, voru ekki endurmetnir. Öll félögin nema Síminn hf. sýndu sundurliðun áhrifa IFRS 16 á rekstrarreikningnum en Síminn hf. sýndi sundurliðun á áhrifum innleiðingar IFRS 16 á efnahagsreikningnum.

Samþykkt: 
  • 19.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elís Rúnar Elísson - BS ritgerð - 19.05.2020.pdf432.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing.pdf293.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF