is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35421

Titill: 
 • Alþjóðavæðing íslenskra tæknimiðaðra fyrirtækja.
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Skilgreining á hugtakinu alþjóðavæðing eru margar og víddir alþjóðavæðingar nokkrar. Erfitt getur verið að ná yfir alla þætti alþjóðavæðingar og spurning hvort það sé raunhæft.
  Markmið þessarar rannsóknar er að veita innsýn inn í heim alþjóðavæðingar íslenskra tæknimiðaðra fyrirtækja og draga fram þá þætti sem geta haft áhrif á alþjóðavæðingu. Fyrstu skrefin í rannsókninni var að afla gagna um þau fræði sem liggja að baki alþjóðavæðingu og sú þekking greind. Einnig var farið inn á heimasíðu fyrirtækja
  viðmælenda og önnur gögn athuguð. Skoðuð voru helstu atriði sem fræðin komu inn á varðandi alþjóðavæðingu. Rannsóknin er byggð á eigindlegum viðtölum við stjórnendur fyrirtækja með reynslu og þekkingu og svör þeirra borin saman við fræðin. Með rannsókninni er leitast við að
  svara eftirfarandi rannsóknarspurningu. Hver er upplifun stjórnenda í íslenskum tæknimiðuðum fyrirtækjum af helstu áskorunum við að fara inn á alþjóðamarkað? Spurningunni er ætlað að varpa ljósi á þá þætti sem eru ráðandi varðandi upplifun viðmælenda á helstu áskorunum í tengslum við alþjóðavæðingu fyrirtækisins. Helstu niðurstöður er að menningarmunur og geta fyrirtækisins til að starfa á jaðarmörkuðum eru meðal helstu áskorana, en fyrirtæki þurfa að hafa sveigjanleika, aðlögunarhæfni, þekkingu og getu til að ná árangri að mati viðmælenda. Þó svo að
  fyrirtækin eru ekki að bjóða upp á samslags vöru og/eða þjónustu þá er ákveðinn samhljómur á milli þeirra. Höfundi er ekki kunnugt um að eigindleg rannsókn varðandi alþjóðavæðingu á tæknimiðuðum fyrirtækjum á Íslandi hafi verið gerð. Gap þekkingar á alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja er til staðar, enda hafa reglubundnar rannsóknir á því sviði ekki átt sér stað.

Samþykkt: 
 • 19.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35421


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1307592709_GHE.pdf1.33 MBLokaður til...27.06.2025HeildartextiPDF
Gudjon_Yfirlysing_2020_.pdf717.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í fimm ár.