is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35425

Titill: 
 • Tannáverkar og notkun íþróttatannhlífa hjá leikmönnum í handbolta og körfubolta á Íslandi
 • Titill er á ensku Prevalence of dental trauma and mouthguard use among hand- and basketball players in Iceland
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Tann-og andlitsáverkar í íþróttum eru nokkuð algengir, þeir geta valdið því að tennur losna, brotna eða verða fyrir öðrum skaða sem oft er varanlegur. Forvarnir gegn tannáverkum eru mikilvægar í öllum íþróttagreinum ekki síst þeim sem búast má við harkalegum árekstrum milli leikmanna.
  Tilgangur: Hér á landi liggja fyrir takamarkaðar upplýsingar um tíðni tannáverka hjá íþróttafólki. Engar rannsóknir hafa beinst að þeim íþróttagreinum sem oft fylgja mikil átök, hraði og hlaup sem geta leitt til samstuðs og áverka í kjölfarið. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengni tannáverka og notkun íþróttatannhlífa meðal íþróttamanna í handbolta og körfubolta á Íslandi.
  Aðferðir: Rannsóknin var megindleg þar sem notað var hentugleikaúrtak. Þátttakendur voru iðkendur í handbolta eða körfubolta, þeir æfðu í einu af þremur íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í rannsókninni. Gögnum var safnað með rafrænum spurningalista sem samstarfsaðilar dreifðu. Reiknuð var lýsandi tölfræði út frá bakgrunnsupplýsingum, notað var kí-kvaðratpróf til að skoða dreifni og z-próf til að kanna hvort munur væri á hlutfallstíðni milli hópa miðað var við 95% öryggismörk í prófum.
  Niðurstöður: Alls svöruðu 65,5% (93/143) boði um þátttöku í rannsókninni. Fleiri karlar (M = 24,9 ár; ± 5,59) tóku þátt (57%) en konur (M = 22,8 ár; ± 4,84). Mikill meirihluti (81,7%; 76/93) þátttakenda hefur orðið fyrir höggi á andlitið eða tannáverkum, flestir áverkar voru á framtannasvæði í efri góm, karlar í handbolta höfðu oftar orðið fyrir áverka en karlkyns körfuboltamenn, meirihluti þátttakenda taldi líklegt eða mjög líklegt að verða fyrir tannáverkum í íþrótt sinni (64,5%: 60/93). Þrátt fyrir þessi viðhorf var notkun íþróttannhlífa lítil (17,7%; 14/79) og aðeins 25% (15/60) þeirra sem orðið höfðu fyrir tannáverka fengu sér íþróttahlíf eftir slysið.
  Ályktun: Niðurstöður benda til þess að auka þurfi fræðslu um íþróttatannhlífar og forvarnar gildi hennar, þannig mætti draga úr ótímabærum tannskaða meðal íþróttafólks og tryggja tannheilsu tengd lífsgæði verði ekki rýrð vegna tannáverka.
  Efnisorð: Tannsmíði, tannáverkar, íþróttatannhlífar, handbolti, körfubolti.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: Dental trauma is quite common in sports and can cause tooth fracture, dental crown chipping or dental avulsion. The trauma is often not reversible, causes the player to suffer and in a need for dental treatment. It is important to prevent sport related injuries in all sports but especially in high speed contact sports, where dental trauma can be expected. The aim of the study was to examine prevalence of dental trauma and to explore current habits of sport mouthguards use, among handball and basketball players in Iceland.
  Methods: This study was conducted using quantitative methodology, to examine attitudes and behavioural patterns. The sample consisted of hand- and basketball from three sport clubs in municipality around Reykjavík. The managers in the sport clubs distributed the electronic questionnaire used in the survey with e-mail to relevant players. Descriptive statistics were used to present results, Chi-square and z-test was used to test for statically significant difference between proportions using p < 0,005 (confidence interval 0,95%).
  Results: The respond rate in the survey was 65,5% (93/143), average age of males (M = 24,9 years; ± 5,59) and females (M = 22,8 years; ± 4,84). The gender distribution was favourable toward males who participated more often (57%). Majority of players (81,7%; 76/93) had suffered from blows to the face or dental trauma, most often affecting the oral health of Maxillary central incisors. Male players in handball had more often suffered from dental trauma than males playing basketball. Most players (64,5%; 60/93) believed it to be very likely they would undergo dental trauma while playing their sport. Nevertheless, the perspective was not reflected in a frequent ownership of sport mouthguards, since only 17,7% (14/79) stated having them in their possession. Very few players (25%; 15/60) reported buying one after being involved in injuries leading to dental trauma.
  Conclusion: The results show players in handball and basketball experience frequently dental trauma but have little knowledge of sport mouthguards. Thus, informing players about the advantages using the mouthguards, could aid in lowering dental trauma incidence rate in these groups. This could encourage players to use mouthguards to minimise sport related dental trauma and help them to keep their oral health quality of life.
  Key words: Dental Technology, dental trauma, mouthguards, athletes.

Samþykkt: 
 • 19.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tannáverkar og notkun íþróttatannhlífa hjá leikmönnum í handbolta og körfubolta á Íslandi.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemma.pdf46.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF