Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35429
Í þessari ritgerð verður fjallað um áföll barna í bernsku og hvernig slík áföll hafa ólíkar afleiðingar á einstaklinga á fullorðinsárum. Þá verður farið í ólíkar birtingarmyndir áfalla ásamt mismunandi afleiðingum áfalla barna. Áföll sem höfundur hefur valið að taka fyrir er kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi gagnvart börnum. Hvert ofbeldi fyrir sig verður skilgreint. Í ritgerðinni verður farið yfir tíðni ofbeldis gagnvart börnum, áhættuþætti þess að verða fyrir ofbeldi af einhverju tagi og kynjamun þolenda. Fjallað verður um samanburðarrannsóknir á börnum sem fengu stuðning eftir áfall sem þau urðu fyrir og þeim börnum sem ekki fengu stuðning í kjölfar áfallsins. Þá verður einnig farið yfir áhrif úrræða á einstaklinga, mikilvægi úrræða og hvernig félagsráðgjafar geta veitt viðeigandi úrræði í garð barna sem verða fyrir ofbeldi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ert4_BA lokaeintak.pdf | 452.44 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 172.65 kB | Lokaður | Yfirlýsing |