Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35433
Sú rannsóknarspurning sem leitað verður svara við í þessari ritgerð er hvernig líkaminn getur hjálpað fólki að hugsa gagnrýnið og sjálfstætt. Dregin er upp kennslufræðileg nálgun af því að tálga, tala saman og hugsa sem nýta má við þjálfun fjölvirkrar gagnrýninnar hugsunar. Áhersla er lögð á skynjunarheim barna í ljósi reynslu minnar sem grunnskólakennari en hugmyndafræðin getur átt við allan aldur.
Fjallað er um aftengingu ungs fólks við sig sjálft og ástæður þess að sítenging, samfélagsmiðlar og hraði samfélagsins kalla á mótvægi í formi eflingar sjálfstæðrar hugsunar. Þá færi ég rök fyrir því hvernig handverk og tenging við náttúru færir okkur aukna sjálfsþekkingu og hefur áhrif á hvernig við skynjum okkur sjálf og heiminn.
Verkið hverfist um hlutverk handa í hugsun og hvernig finna má samsvörun við gagnrýna hugsun þegar verið er að skapa með höndunum. Fjallað er um mikilvægi samræðu og þess að hafa tíma og rými þar sem skiptast má á hugmyndum, þroskast saman, hugsa saman og undirbúa nemendur til virkrar þátttöku í samfélagi.
Skoðað er hvernig samleið heimspeki á með skólastarfi í ljósi áherslna í Aðalnámskrá frá 2013 og hvernig ná má þeim markmiðum sem þar eru sett fram. Lagt er til meira flæði milli bóklegra og verklegra greina, gegn aðgreiningu námsgreina.
Ég styðst við eigin reynslu úr kennslu til að ræða efnið og útskýri það með vísun í fyrirbærafræðilegar og pragmatískar kenningar um nám sem reynslu sem og nýjar kenningar um líkamlega gagnrýna hugsun.
Lykilorð: heimspeki með börnum, menntun, skynjun, handverk, náttúra, útinám, líkamleg gagnrýnin hugsun, gagnvirkni hugar og handa, fjölvirk hugsun, reynslumiðað nám.
The research question that will be addressed in this essay is how the body can help people to think critically and indipendently. A pedagogical approach is drawn from whittling, talking and thinking that can be used in the training of multifaceted critical thinking. Emphasis is placed on the perspective of children in light of my experience as an elementary school teacher but the philosophy is applicable to all age groups.
Young people's disconnection with themselves is discussed as well as the reason why a constant connection to the outside world, social media and the the rapid pace of day to day life call for counterbalance in the form of independent thinking. Then I argue how craftsmanship and connection with nature brings us greater self knowledge and influences our perception of ourselves and the world.
The work revolves around the role of the hands in the process of though and how to draw a comparison with critical thinking when creating by hand. The importance of verbal interaction and the time and space needed to exchange ideas, develop, think and prepare students for a more active participation in society is discussed.
Suggestions are made as how to achieve the goals set forth in the National Curriculum Guide from 2013 in the light of philosphy, preferably in the form of better flow between literary and practical subjects, against subject differentation.
I use my own experience from teaching children to discuss the subject and explain it by referring to phenomenological and pragmatic theories of learning as well as embodied critical thinking.
Key words: philosophy with children, education, perception, crafts, nature, outdoor learning, physical critical thinking, interactivity of mind and hands, multifaceted thinking, experiental learning.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_ÞHS.pdf | 218.17 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Talgun tal og hugsun.pdf | 928.82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |