is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35435

Titill: 
  • Kall og svar: Rannsókn á grunntakti samtala í íslensku talmáli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það eru ‎ýmsir þættir sem spila inn í hinn magnaða heim sem er mannleg samskipti. Við erum búin þeim hæfileikum að taka eftir hárfínum smáatriðum sem við nýtum okkur til að lesa í aðstæður. Allt frá minnstu andlitshreyfingum yfir í stærri líkamstjáningu. Merkingin felst þó ekki aðeins í rúmi heldur einnig í tíma. Lengd og millibil innan samskipta hafa einnig þann möguleika á að vera merkingarbærir þættir og kannast því flestir við tímatengdar hugmyndir á borð við óþægilegar þagnir.
    Ritgerð þessi snýr að íslensku talmáli. Spurningar, en einnig fleiri gjörðir likt og beiðnir og boð, og viðbrögð (svör) við þeim hafa svokallaðan „grunntakt“. Hann felst í bilinu á milli þessara para. Samtalsfræðin hefur þróað aðferðir sem gera okkur kleift að kryfja þessi pör og finna hvaða reglum þau fylgja. Rannsókn þessarar ritgerðar snýr aðallega að þessu bili á milli paranna en er einnig athugun hvernig spurningar íslenskunnar raðast í ákveðna flokka og er eftir getu farið í sauma hvers flokks fyrir sig. Rannsóknin samanstendur af tæpum 3 klukkustundum af uppteknum samtölum. Spurningar og svör voru kóðuð í skema í Excel. Við úrvinnsluna voru forritin ELAN og Praat notuð. Eftir úrvinnslu stóðu 246 dæmi spurninga og svara eftir og voru þau gögn sett upp í R Studio og tölfræði og myndræn framsetning að mestu unnin þar.
    Niðurstöðurnar sýndu fram á merkingarbærni þagna íslenska talmálsins. Lengri þagnir fara á undan neikvæðum svörum já/nei spurninga ásamt því að ófullnægjandi svör já/nei spurninga en einnig hv- og ha? spurninga höfðu lengri þögn/undanfara heldur en þau svör sem töldust fullnægjandi samkvæmt samtalsgreiningu. Einnig voru ‏‏þagnir lengri í ósjálfgefnum svörum, ófullnægjandi svörum og neitunum og tengir það lengri svartíma við gjörðir sem snúa gegn hinni sjálfgefnu samtalsvenju. Niðurstöðurnar passa við niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem gerð var á 10 tungumálum mismunandi menningarheima (Stivers et al. 2009) en þar er getið að meðallengd milli já/nei spurninga og svars sé um 200 msek. Íslenskan reiknast með meðallengdina 263 msek og fellur þannig verulega nálægt meðalgrunntakti spurninga og svara innan já/nei spurninga. Einnig voru ‏‏þagnir lengri í ósjálfgefnum svörum líkt og ófullnægjandi svörum og neitunum.

Samþykkt: 
  • 19.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35435


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Ritgerð(AtliSnær).pdf862.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_AtliSnær.pdf96.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF