Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35442
Heimildasamantekt þessi er lokaverkefni höfunda til BS prófs í hjúkrunarfræði. Skoðað var hver reynsla innflytjenda er á atvinnumarkaði með áherslu á fordóma og andlega líðan. Einblínt var á inn-flytjendur á aldrinum 18-40 ára. Innflytjendum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðastliðin ár og samhliða því hefur fjölbreytileiki mismunandi menningarheima aukist innan atvinnumarkaðsins hér á landi.
Einstaklingar sem flytja í nýtt samfélag þurfa oft á tíðum gott stuðningsnet svo þeir geti aðlagast samfélaginu á sem heilbrigðasta hátt. Tilgangur samantektarinnar var að greina frá andlegri líðan ungra innflytjenda á atvinnumarkaði, varpa ljósi á upplifaða fordóma og athuga hvernig má bæta stöðuna innan heilbrigðiskerfisins. Einnig var skoðuð almenn líðan þeirra innflytjenda á atvinnumarkaði og hvaða áhrif búferlaflutningar hafa á þessa einstaklinga. Rýnt var í hlutverk hjúkrunarfræðinga og hver nálgun þessa skjólstæðingahóps er innan heilbrigðiskerfisins.
Samantektin er fræðileg samantekt sem fólst í heimildaleit um fyrrnefnd viðfangsefni, heimilda var aflað meðal annars í gegnum gagnasöfnin PubMed, Leitir og Google Scholar ásamt fræðibókum, á tímabilinu janúar til apríl 2020. Niðurstöður rannsókna bentu til þess að andleg vanlíðan innflytjenda orsakast að hluta til af þáttum tengdum atvinnumarkaði, en oft á tíðum er þar að finna vettvang fordóma og mismununar. Eftir vinnslu þessarar ritgerðar var ljóst að þörf er á frekari rannsóknum á þessu efni hér á landi.
Það er því von höfunda að með samantekt þessari sé hægt að vekja athygli á mikilvægi þess að uppræta fordóma í samfélaginu og vekja athygli á líðan ungra innflytjenda á atvinnumarkaði.
Lykillhugtök: Innflytjendur, hjúkrunarfræði, andleg líðan, geðheilsa, fordómar, atvinnumarkaður.
The authors of this essay are completing a four-year BS undergraduate program from the Faculty of Nursing at the University of Iceland. The aim was to investigate how immigrants, aged 18-40, ex-perience the Icelandic labor market, with mental health and prejudice being the main concern. Diversity and multiculturalism have emerged along with increased numbers of immigrants entering the Icelandic labor market during the last decades.
Individuals moving into a new society are often in need for social support, in order to intergrade successfully. This essay addresses mental health of young immigrants and sheds light on prejudice, aiming for a possible improvement within the Icelandic health-care system in wide context. General well-being of immigrants on the labor market was addressed additionally, mainly focusing on mi-gration's effect on individuals' welfare. Nurses' role was particularly reviewed in this case, and how this fragile group of health-care clients should be approached.
This essay was compiled with peer-reviewed articles addressing the matter outlined above. Pub-Med, Leitir.is and Google Scholar were used in search for authentic references, along with academic writings in books. The work was implemented in January 2020 and was completed in April. The main findings suggest that the overall well-being of young immigrants in Iceland is marked by their ex-perience on the labor market, where prejudice and discrimination often persist. Ongoing inspection on the matter is greatly encouraged by the authors of this essay, as it profoundly deserves further thorough inquiry.
It is therefore the authors' hope that this paper will acknowledge the well-being of young immi-grants in our society. Eradication of discrimination and prejudice plays a key role towards improve-ments to that end.
Keywords: Immigrants, Young Immigrants, Nursing, Mental Health, Wellbeing, Prejudice, Labor Market.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
að vera ungur innflytjandi á atvinnumakraði - ibg og röo.pdf | 550,39 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing (4).pdf | 244,89 kB | Lokaður | Yfirlýsing |