is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35445

Titill: 
  • Skipulagið frá 1927. Fyrsta aðalskipulag Reykjavíkur, hugmyndafræði og útfærsla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrsti skipulagsuppdrátturinn fyrir Reykjavík var fullkláraður í desember árið 1927 og auglýstur almenningi í ársbyrjun 1928. Uppdrátturinn, sem var í senn aðalskipulag og deiliskipulag, var gerður af samvinnunefnd ríkis og Reykjavíkurbæjar. Markmið ritgerðarinnar er að greina hugmyndafræði skipulagsnefndar ríkisins, en í henni sátu Geir G. Zoëga vegamálastjóri, Guðjón Samúelsson arkitekt og Guðmundur Hannesson læknir. Sá síðastnefndi gaf út bókina Um skipulag bæja árið 1916 og í kjölfar þeirrar bókar myndaðist nokkur umræða um skipulagsmál á Íslandi. Afleiðing þessarar umræðu var sú að Guðmundur skrifaði frumvarp sem varð svo að skipulagslögunum frá 1921. Guðjón Samúelsson bar hitann og þungann af skipulagsvinnunni sjálfri, en hann og Guðmundur virðast hafa verið með nokkuð svipaða sýn á uppbyggingu Reykjavíkur. Þeir stíga báðir inn í hina borgaralegu orðræðu um hvernig hin sanna list, sú sem sýnir hið fagra og góða, hefur siðmenntandi áhrif á fólk. Borgarskipulagið átti því að vera fagurt og koma Reykvíkingum upp á æðra menningarstig. Fjallað verður um hvar megi helst sjá áhrif skipulagsins á sunnanverðri Skólavörðuhæðinni og í suðurhluta gamla Vesturbæjarins. Einnig verður rætt hvort skipulagið hafi orðið úrelt skömmu eftir að það var sett fram, m.a. vegna fjölgunar bifreiða í Reykjavík en einnig vegna þess að módernisminn sem boðaði öðruvísi áherslur í borgarskipulagi var að gera vart við sig á Íslandi á þessum tíma. Þar að auki verður fjallað um gagnrýnina sem skipulagið fékk og mögulegar ástæður þess að bæjarstjórnin hafi í kjölfar gagnrýninnar ekki þrýst á Stjórnarráðið að staðfesta uppdráttinn. Skipulagið var aldrei staðfest af ráðherra og féll að lokum úr gildi með lögum frá 1932.

Samþykkt: 
  • 19.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35445


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Freyr-Skipulag1927.upd..pdf2.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman.Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna Freyr.pdf287.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF