is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3545

Titill: 
  • Þáttur Mannréttindasáttmála Evrópu í lögskýringaraðferðum umboðsmanns Alþingis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er leitast við að rekja lögskýringaraðferðir í álitum umboðsmanns Alþingis á Mannréttindasáttmála Evrópu sem varð að lögum nr. 62/1994 (hér eftir skammstöfuð msel.) og kanna hvaða þýðingu lögfesting sáttmálans hefur við túlkun á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, sbr. stjórnskipunarlög nr. 95/1995, og túlkun ákvæða almennra laga. Þá verður hér leitast við að varpa ljósi á hina lagalegu aðferð1 sem umboðsmaður beitir í álitum sínum til að komast að niðurstöðu og draga ályktanir eftir því sem þörf þykir.
    Ritgerð þessari er ætlað að kanna nánar í álitum umboðsmanns Alþingis áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1992, í lögskýringum hans annars vegar þegar hann skýrir stjórnarskrárákvæði og hins vegar þegar hann skýrir ákvæði í settum lögum. Þá mun eftir atvikum vera gerð grein fyrir þeim lögskýringarsjónarmiðum sem búa að baki niðurstöðum umboðsmanns og þau borin saman eftir því sem þörf þykir. Ritgerðinni er að meginstefnu skipt í tvo kafla sem eru eftirfarandi: (i) Áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindadómstóls Evrópu til skýringar á stjórnarskrárákvæðum og (ii) áhrif
    Mannréttindasáttmála Evrópu til skýringar á almennum lögum í álitum umboðsmanns
    Alþingis.

Samþykkt: 
  • 18.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3545


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Runar_Ingi_Einarsson_fixed.pdf270.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna