is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35452

Titill: 
  • Inn að hverri hugsun: Innri einræða og vitundarflæði í tveimur módernískum skáldsögum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sjónum beint að aðferðum módernískra skáldsagnahöfunda við að miðla hugsunum persóna í skáldverkum sínum. Sérstaklega eru hugtökin innri einræða og vitundarflæði tekin fyrir sem meginaðferðir höfundanna í hugsanamiðlun. Til umfjöllunar eru einkum tvær skáldsögur, annars vegar Jacob’s Room eftir Virginiu Woolf, sem markar mikil skil á ritferli höfundarins, og hins vegar Ulysses eftir James Joyce, en margir telja hana meistaraverk hans. Báðir eru þessir höfundar mikilvægir módernistar sem komu mjög að því að ryðja nýjum tjáningarleiðum braut og stuðla þar með að nýjungum í framsetningu raunveruleikans í skáldsögum. Í báðum bókunum nýta höfundar sér þessar miðlunaraðferðir, innri einræðu og vitundarflæði, á afdrifaríkan hátt við sögu- og persónusköpun sína. Einnig er byggt á fræðilegri umfjöllun um þessi tvö hugtök og er hún einkum sótt til Dorrit Cohn í bókinni Transparent Minds og Erich Auerbach í bók hans Mimesis.
    Greiningaraðferðirnar felast aðallega að því að kanna hvernig þessar aðferðir birtast í skáldsögunum og hver áhrif þeirra eru á framsetningu texta og frásagnar og þar með á lesturinn. Einnig er kannað hvernig þessar aðferðir verða til þess að grafa undan vissum lykilþáttum í hefðbundnu frásagnarraunsæi. Það á sérstaklega við um hlutverk sögumannsins í þessum verkum og vægi hans í frásögninni.

Samþykkt: 
  • 20.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
InnAðHverriHugsun.DagurReykdalHalldórsson.pdf444.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-Yfirlysing-um-meðferð-lokaverkefna-signed_dagurreykdal.pdf448.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF