is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35453

Titill: 
  • Titill er á þýsku "Will vom Krieg leben, wird ihm wohl müssen auch was geben": Darstellung von Krieg in Bertolt Brechts Mutter Courage und ihre Kinder
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í þýsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Í þessari ritgerð er verkið Mutter Courage und ihre Kinder eftir Bertolt Brecht, sem kom út árið 1939, skoðað. Bertolt Brecht er eitt þekktasta leikskáld 20. aldarinnar. Hann er einnig frumkvöðull leikhússtefnunnar epísks leikhúss (þ. episches Theater) og framandgervingar (þ. Verfremdungseffekt). Leikverkið Mutter Courage und ihre Kinder er eitt þekktasta verk Brechts, en með aðstoð epísks leikhúss og framandgervingar miðlar hann boðskap til áhorfenda í gegnum verkið. Ritgerðinni er skipt upp í þrjá hluta: Fyrsti hluti ritgerðarinnar er inngangur í verkið og leikhússtefnur Brechts. Sýnt verður hvernig Brecht notast við epískt leikhús og framandgervingu til að miðla boðskap. Í öðrum hluta er fjallað um áhrif lífsreynslu Brechts á skrif hans og móttökur við verkinu í fyrstu tveimur uppsetningum þess, sem voru í Zürich og Austur-Berlín. Þriðji hluti ritgerðarinnar fjallar um áhrif pólitískra skoðunna Brechts á verkið og hvernig þær speglast í því. Áhersla er lögð á að skoða áhrif marxisma og kapítalisma, jafnt sem skoðanir Brechts á stríði.

Samþykkt: 
  • 20.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35453


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf100.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Will vom Krieg leben, wird ihm wohl müssen auch was geben.docx.pdf872.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna