is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35454

Titill: 
  • Hlutverk bankaútibúa: þættir sem ráða framtíð á fjármálamarkaði
  • Titill er á ensku The role of bank branches: factors that determine their future
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fækkun bankaútibúa ár eftir ár í þróuðum viðskiptalöndum hefur vakið þá spurningu hvort bankaútibú muni á endanum einfaldlega hætta að vera til. Þörf neytenda til að leita sér aðstoðar í bankaútibúi hefur minnkað vegna þeirra breytinga sem hafa orðið í fjármálaþjónustu á fjármálamarkaði í kjölfar aukinnar fjártækni. Markmið ritgerðarinnar er að leitast eftir svari við hvert er, ef eitthvað, hugsanlegt framtíðarhlutverk bankaútibúa og hvaða þættir munu ráða því.
    Fyrir tíma stafrænna dreifileiða og lausna í fjármálaþjónustu voru viðskiptavinir háðir stað og stund. Bankaútibú voru með skýrt hlutverk á markaði og biðu viðskiptavinir í röðum fyrir utan bankaútibú til að fá afgreiðslu og aðstoð, sérstaklega um mánaðamót. Nú á dögum geta viðskiptavinir aðstoðað sig sjálfir hvar og hvenær sem þeim hentar í gegnum stafrænar dreifileiðir bankanna. Hlutverk bankaútibúa hefur breyst úr afgreiðslu í að sinna frekar leiðbeiningu og ráðgjöf. Fjölmargir þættir hafa áhrif á útibú og þeirra framtíðarhlutverk á fjármálamarkaði. Viðskiptabankar eru undir miklu álagi úr mörgum áttum. Kröfur um mikið eigið fé og bankaskattur auka kostnað og síðan knýja tækniþróun, breytingar á regluverki og kröfur neytenda áfram fjártækni sem er að umbylta starfsumhverfi viðskiptabanka. Viðskiptabankar reyna að fylgja þeim hraða tæknistraumi sem er á fjármálamarkaði þar sem nýjar reglugerðir auðvelda aðgengi nýrra aðila á fjármálamarkað og búast má við aukinni samkeppni. Opnun bankakerfisins skapar fullt af tækifærum fyrir nýja aðila til að slíta í sundur bankaþjónustu. Það felur í sér mikið hagræði að miðla vöru eða þjónustu stafrænt þar sem varan verður sjálfbærari í rekstri. Erlendir viðskiptabankar starfa nokkrir einungis sem stafrænir bankar. Þeir geta boðið upp á hærri vexti og einbeitt sér að því að veita sem besta þjónustu í gegnum stafrænar dreifileiðir sínar. Bankaútibú búa enn yfir eiginleikum sem ekki er hægt að leysa með tækni og gerir þau að einhverju leyti nauðsynleg. Einungis stafrænir bankar geta ekki veitt alla þá þjónustu sem veitt er í bankaútibúum en spurning er hvort það sé tímaspursmál hvenær það verður hægt. Með fækkun bankaútibúa og starfsmanna væri ekki óeðlilegt að halda að þau munu bráðum loka.
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að það eru margir þættir sem munu móta framtíðarhlutverk bankaútibúa. Ljóst er að bankaútibú munu án efa taka breytingum í framtíðinni, líkt og þau hafa gert hingað til. Hvernig það mun nákvæmlega líta út fer eftir þáttum eins og ákvörðun stjórnvalda um lagaramma og hversu vel viðskiptabankar munu mæta nýrri samkeppni á fjármálamarkaði. Fyrst og fremst er það undir neytendum komið hvort og hvaða framtíðarhlutverk bankaútibú munu hafa. Viðtökur neytenda við þeim lausnum sem fjártækni hefur boðið upp á hefur mótað það nýja fjármálalandslag sem nú má sjá og verða það á endanum neytendur sem ákveða framtíðarhlutverk bankaútibúa með því hvernig hegðun þeirra og kröfur þróast.

Samþykkt: 
  • 20.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-KristrúnS.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf29.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF