is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35459

Titill: 
  • Tóbaks- og nikótínnotkun nemenda HÍ og almenn þekking þeirra á afleiðingum neyslunnar á munn- og tannheilsu
  • Titill er á ensku Tobacco and nicotine use of students at UI and their general knowledge of the effect of consumption on oral and dental health
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að skoða tóbaks- og nikótínneyslu nema við Háskóla Íslands og þekkingu þeirra á afleiðingum hennar á munn- og tannheilsu. Rafsígarettu- og nikótínpúðanotkun virðist hafa aukist á allra síðustu árum hjá ungu fólki og vildum við kynna okkur þessa þróun betur en einnig hvort háskólanemar hafi þekkingu á afleiðingum neyslunnar.
    Aðferðir: Í rannsókninni var notast við megindlega aðferðafræði og var unnið úr gögnum með lýsandi tölfræði og niðurstöður birtar í texta og töflum. Send var rafræn spurningakönnun í febrúar 2020 á alla nemendur skráða í grunnnám við HÍ. Spurningalistinn samanstóð af 23 spurningum þar sem stuðst var við spurningar úr öðrum sambærilegum könnunum um tóbaksneyslu og almenna þekkingu á afleiðingum tóbaksnotkunar á tannheilsu sem og frumsamdar spurningar um rannsóknarefnið.
    Niðurstöður: Af þeim 7.166 nemendum sem fengu senda könnunina, hófu 1.161 einstaklingar svörun en aðeins 931 kláruðu að fullu. Aðeins voru birtar niðurstöður þeirra sem kláruðu að fullu en það voru 13%. Meirihluti þátttakenda var konur (69,2%) og algengasta aldursbilið var 20 - 29 ára (86,5%). Flestir þátttakenda voru á heilbrigðisvísindasviði (31,9%). Tæplega helmingur notar tóbaks- og/eða nikótínvörur eða 47,5% þar sem íslenskt neftóbak í vör var algengasta neysluformið (30,1%) en nikótínpúðar fylgdu fast eftir (24,6%). Flest allir höfðu fengið forvarnarfræðslu (91,8%). Meirihluti þátttakenda hugar vel að tannheilsu (98%) og 70% hafði sótt sér tannlæknaþjónustu innan árs.
    Ályktun: Niðurstöður sýna að tóbaks- og/eða nikótínnotkun er nokkuð algeng meðal nema við grunnnám við Hí. Vegna aukinnar notkunnar á nikótínvörum og þá aðallega nikótínpúðum þyrfti að rannsaka þessar vörur betur vegna lítillar vitneskju um skaðsemi þeirra á munn- og tannheilsu. Forvarnir og fræðsla þyrftu einnig að ná yfir nikótínvörur þar sem neytendur þessara vara virðast að mestu leyti ungt fólk.
    Efnisorð: Tóbak, nikótín, munnheilsa, rafsígarettur, tannsmíði

  • Útdráttur er á ensku

    Purpose: The aim of the study was to examine the tobacco and nicotine consumption of undergraduate students at the University of Iceland and their knowledge of its effect on oral and dental health. The use of electronic cigarettes and nicotine pads seems to have increased in recent years among young people and we wanted to get a better overview of these changes. As well we wanted to investigate whether university students have knowledge of the consequences of this use.
    Methods: The study used quantitative methodology and compiled data with descriptive statistics and results presented in text and tables. An online questionnaire was sent in February 2020 to all undergraduate students at The University of Iceland. The questionnaire consisted of 23 questions using material from other comparable tobacco consumption surveys and general knowledge of the consequences of tobacco use on dental health as well as original questions on the research topic.
    Results: Of the 7.166 undergraduate students who were sent the survey, 1.161 individuals responded but only 931 completed the survey. Only the results from participants that fully completed the survey were published or 13% of the total. The majority of participants were women (62%) and the most common age range was 20 - 29 years (86,5%). Most participants were students in Health Sciences (31,9%). Almost half of the participants use tobacco and/or nicotine products, or 47,5%. Icelandic “neftóbak” use (tobacco powder for nasal use) was the most common form of consumption (30,1%), but nicotine pads followed right behind (24,6%). Most participants had received prevention education (91,8%). Dental health was important for the majority of participants (98%) and 70% had attended dental services within a year.
    Conclusion: The result show that tobacco and nicotine use is quite common among undergraduate students at UI. The use of new nicotine-containing products, especially nicotine pads seems to be increasing. These products need to be better researched due to little knowledge of their potential harm to oral and dental health. Prevention and education programs should also need to cover nicotine products as consumers of these products appear to be mostly young people.
    Key words: Tobacco, nicotine, oral health, electronic cigarettes, dental technology

Samþykkt: 
  • 20.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tóbaks- og nikótínnotkun nemenda HÍ.pdf639.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Fylgiskjal.jpg593.27 kBLokaðurYfirlýsingJPG