is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35460

Titill: 
 • Viðhorf tannsmiða til launa- og kjaramála
 • Titill er á ensku Dental technicians perspective on wages and remuneration
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Megin markmið rannsóknarinnar var að skoða launaþróun tannsmiða síðustu 10 ár og kanna hvernig kjaramálum er háttað í stéttinni. Einnig átti að skoða hvort greina mætti launamun á milli kynjanna.
  Aðferðir: Félagsmenn í Tannsmiðafélagi Íslands fengu sendan rafrænan spurningalista með netpósti. Stuðst var við spurningalista sem notaður var í sama tilgangi fyrir 10 árum til að bera saman niðurstöður en einnig voru gerðar nýjar spurningar í samvinnu við leiðbeinanda. Við úrvinnslu voru svör kóðuð og færð í forritið Microsoft Excel, gögnin voru unnin með lýsandi tölfræði, notað var z-próf til að kanna hvort hlutfallstíðni væri martæk út frá bakgrunnsbreytum.
  Niðurstöður: Svarhlutfall var 46,5% (33/71), af þeim sem gáfu upp kyn, voru fimm karlar (14,3%) og 23 konur (65,7%), sjö gáfu ekki upp kyn (20%) sitt. Alls reyndust tíu þátttakendur vera á aldrinum 30-39 ára og aðeins einn var eldri en 60 ára. Meðal mánaðarlaun tannsmiða miðað við 100% vinnu eru 624.483 krónur árið 2019. Meirihluta þátttakenda fannst að tannsmiðir ættu að hafa kjarasamninga og meirihlutinn hafði einnig áhuga á að kanna aðild að Bandalagi háskólamanna. Vísbendingar eru um að líkt og í fyrri könnun frá árinu 2010 starfi karlkyns tannsmiðir frekar við postulínsvinnu en fleiri konur sjái um heilgómasmíði.
  Ályktun: Það má álykta út frá niðurstöðum rannsóknarinnar að tannsmiði í þessari könnun skorti upplýsingar um réttindi launafólks. Fram kom að áhugi er fyrir hendi að leggja grunn að kjarasamningum fyrir tannsmiði og eins að kanna aðild að BHM. Það er áhugavert að sjá að launamunur kynjanna hefur aukist lítillega frá árinu 2010 en á sama tíma hefur menntunarstig hækkað, þar sem flestar konur í þessari rannsókn eru með BS-próf benda niðurstöðurnar til þess að aukinni menntun fylgi ekki hærri laun. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna nýjar upplýsingar varðandi viðhorf tannsmiða til kjaramála og geta hugsanlega nýst til að leggja grunn að kjarasamningum sem endurspeglar akademísk nám og réttindi sem heilbrigðisstarfsmaður.
  Efnisorð: Tannsmiðir, laun, kjaramál, launaþróun.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: The aim of this study was to explore how salaries among the dental technician profession have developed the last decade. Also, to examine the views of the profession regarding gender equality and wages fairness between genders within their workplace.
  Methods: This study used quantitative methodology, with a purposeful sample selection by inviting members of the Dental Technician association of Iceland (TÍ) to participate. In cooperation with TÍ link to an electronic questionnaire was distributed by email to their members. The questionnaire included both new and previously used questions from a similar survey among TÍ members conducted in 2010. Data was coded for statically analysis and calculation of Chi-square and z-test used to test whether proportion were significantly different between groups.
  Results: The respond rate in the survey was 46,5% (33/71), five were males (14,3%) and 23 were females (65,7%), seven did not inform of their gender (20%). The largest age group were between 30 - 39 years of age (n= 10) and only one participant was 60 years or older. Mean salaries for 100% employment in 2019 was 624.483 ISK. Most agreed that Dental technicians should have formal wage agreement for the profession and showed interest in joining The University alliance (BHM). Results show some increase in wage difference between the genders compared to previous results from 2010, indicating higher salaries among males. This indicates that having BS degree in Dental technology does not necessarily lead to higher salaries among the females in the profession.
  Conclusion: Based on the results it can be concluded that Dental Technicians have little information of workers’ rights. The higher education level does not contribute to better wages which is of concern. However, the profession is interest in formal wage agreement and it has a positive attitude towards joining the BHM. This interest could help Dental technicians along the way to form an official wage agreement for the profession, reflecting their academic qualification and license as health profession.
  Key words: Dental technicians, salary, employment, gender equality.

Samþykkt: 
 • 20.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf tannsmiða til kjaramála.pdf571.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
fylgiskjal.jpg12.37 kBLokaðurYfirlýsingJPG