Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35461
Steinflögur og flísar sem koma til við gerð steinverkfæra hafa fundist á nokkrum stöðum á landinu sem rekja má til tímabils víkingaaldar á Íslandi. Tvær mögulegar skýringar geta verið fyrir tilvist þessara gripa, a) flögurnar eru hagflögur (e. expedient flakes/tools) og afgangar sem verða til við framleiðslu þeirra eða b) flísar sem aukaafurð eldsláttu. Markmið þessar ritgerðar er að kanna hvort munur sé á aukaafurðum (e. debitage) steinsláttu hagflaga og eldsláttu. Einnig verður kannað eðli hagflaga og hvort hægt sé að þekkja gerð þeirra þegar þær finnast á vettvangi og greina þær frá afgangsflísum sem verða til við steinsláttuna. Til að komast að því hvert umfang efnisins er, verður farið yfir gripasafn skála sem grafnir hafa verið upp á Íslandi og reynt að bera kennsl á hvort þar sé að finna hagflögur eða afgangsefni þeirra. Einnig verða teknir saman allir þeir eldsláttusteinar sem hafa fundist við skálauppgröft og má því einnig nýta þessa samantekt sem umfang eldsláttu á víkingaöld á Íslandi.Til aðstoðar við að gera greinarmun á afgangsefnunum tveimur verður gerð tilraun þar sem mismunandi gerðir steinda eru slegnar við stjórnaðar aðstæður og flögurnar (e. flakes) sem koma af steinunum bornar saman við flögur sem finnast við fornleifarannsóknir. Afgangsflísarnar sem verða til við stein- og eldsláttuna í tilrauninni verða einnig skoðaðar og munurinn á þeim og verkfærinu sjálfu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hoggið í stein_BA_AKF.pdf | 2,16 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Arthur.pdf | 1,32 MB | Lokaður | Yfirlýsing |