is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35463

Titill: 
  • Afbrotamenn með alvarlegar geðraskanir: Tengsl geðraskana við afbrotahegðun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort að tengsl séu á milli geðraskana og afbrota en einnig til að skoða vinnu félagsráðgjafa innan réttarkerfisins og hvaða geðheilbrigðisþjónusta er í boði fyrir einstaklinga með alvarlegar geðraskanir. Til þess að komast að niðurstöðu eru líffræðilegir, sálfræðilegir og félagsfræðilegir þættir skoðaðir og hvernig þessir þættir geta tengst geðröskunum og afbrotahegðun. Einnig verður fjallað um mismunandi geðraskanir og áhrif sem þessar raskanir geta haft á afbrotahegðun. Komið verður inn á tvíþættan vanda, sem þýðir að einstaklingur er bæði með vímuefnaröskun og aðra geðröskun. Fjallað verður um starf félagsráðgjafa innan réttarkerfisins og vinnu þeirra, bæði með afbrotamönnum og fórnarlömbum þeirra. Þar vinna þeir meðal annars út frá heildarsýn og kerfiskenningunni. Farið verður yfir þá þjónustu sem í boði er fyrir fanga með alvarlegar geðraskanir í Englandi, Wales, Bandaríkjunum og á Íslandi. Niðurstöður ritgerðarinnar sýndu fram á að tengsl eru á milli geðraskana og afbrotahegðunnar. Einnig sýndu þær fram á að ákveðnir þættir spila inn í, svo sem tvíþættur vandi, sem var algengasta skýring á afbrotahegðun einstaklinga með alvarlegar geðraskanir. Félagsráðgjafar sinna mikilvægu hlutverki innan réttarkerfisins og þrátt fyrir að geðheilbrigðisþjónusta innan fangelsanna eigi langt í land er hún alltaf að verða betri og er í stöðugri þróun.

Samþykkt: 
  • 20.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - yfirlýsing.pdf99.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaskjal BA-ritgerð-SigrúnEllertsdóttir.pdf458.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna