is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35465

Titill: 
 • Verkir í brjóstholi hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Kerfisbundin fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Chest pain in patients with chronic obstructive pulmonary disease. A systematic review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Langvinn lungnateppa er erfiður sjúkdómur sem veldur miklu álagi á einstaklinga sem þjást af sjúkdómnum vegna margvíslegra einkenna sem honum fylgja. Einkenni eins og mæði, hósti, slímuppgangur, hvæs við öndun og þyngsli fyrir brjósti eru þar á meðal. Verkir eru einnig algengir hjá fólki með langvinna lungnateppu og geta bæði verið vangreindir og vanmeðhöndlaðir. Lítið er þó vitað um tilurð og tíðni þeirra en nýlegar rannsóknir benda til þess að á milli 22-54% sjúklinga með langvinna lungnateppu þjáist af verkjum í brjóstholi. Mikilvægt er að beina athyglinni enn frekar að margvíslegum verkjum í brjóstholi til að bæta líðan og meðferðarmöguleika. Við slíkt mat er mikilvægt að hafa góð mælitæki.
  Tilgangur og markmið: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða líffræðilega þætti sem liggja að baki verkjum hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Sérstaklega verður athygli beint að verkjum í brjóstholi og að greina frá tíðni, staðsetningu og styrkleika verkja, ásamt helstu mælitækjum sem notuð eru við mat á slíkum verkjum.
  Aðferð: Við val á heimildum voru notaðar upplýsingar frá opinberum stofnunum, greinar af PubMed frá árunum 2010-2020 og ein handvalin tímaritsgrein sem leitar skýringa á verkjum í brjóstholi. Heimildaleit fór fram á tímabilinu 6. janúar til 16. apríl 2020. Við heimildaleit var stuðst við leitarorðin Pulmonary disease, chronic obstructive, Pain, Chest pain og Pain measurement. Notast var við PRISMA flæðirit við greiningu heimilda til að tryggja gæði þeirra rannsóknagreina sem voru notaðar.
  Niðurstöður: 10 rannsóknargreinar uppfylltu inntökuskilyrði fyrir fræðilegu samantektinni. Þær miðuðu að því að kanna verki hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu sem voru metnir með mismunandi mælitækjum. Tíðni verkja var á bilinu 21% til 82,1% og var tíðnin einnig mismunandi eftir svæðum líkamans. Verkir á háls- og axlarsvæði voru á bilinu 9% til 50%, í mjóbaki 26% til 48% og 41% til 64% í efri útlimum. Átta rannsóknir greindu frá styrkleika núverandi verkja á 10 stiga tölukvarða út frá BPI og reyndist hann á bilinu 2,7 til 7,3. Verkir í brjóstholi voru líka tíðir; 16% til 53,7%, og virðist sú staðsetning verkja vera sérstakt einkenni langvinnrar lungnateppu. Verkir í brjóstholi geta komið vegna margvíslegra, aðskildra eða samverkandi orsaka. Ein möguleg orsök er tap á teygjanleika á fleiðruhimnu. Auk þess eru bólguörvandi boðefni til staðar sem gera ónæmiskerfið veikara svo viðloðun og örvefsmyndun verður á fleiðruhimnum sem dregur úr mögulegu lungnaþani.
  Umræður/ályktun: Rannsóknir á verkjum hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu sýna að þeir eru algengir einkum í brjóstholi, hálsi, mjóbaki og efri útlimum. Tíðnin er þó mismunandi á milli rannsókna. Verkir í brjósti skýrast af mörgum líffræðilegum orsökum sem mikilvægt er að gefa gaum en hafa hingað til fengið sáralitla athygli. Úr því þarf að bæta með því að leggja aukna áherslu á líffræðilega þætti í meðferð sjúklinga og með frekari rannsóknum á þessu sviði.
  Lykilorð: Langvinn lungnateppa, verkir, verkir í brjóstholi, Brief Pain Inventory.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Chronic obstructive pulmonary disease is a medical condition that causes significant burden on individuals suffering from the disease. Symptoms include breathlessness, mucus production, cough, wheezing and chest tightness. Pain is also a common symptom in people with this disease and is often underdiagnosed and undertreated. However, little is known about the origin and prevalence of pain. Recent studies suggest that between 22-54% of patients with chronic obstructive pulmonary disease suffer from chest pain. It is important to focus further attention onto chest pain, in order to improve quality of life and treatment options. For such an assessment, it is important to use appropriate measuring techniques.
  Purpose and objective: The purpose of this systematic review is to examine the biological factors underlying pain in patients with chronic obstructive pulmonary disease, with emphasis on pain in the chest. An additional objective includes the documentation of prevalence, location and pain intensity as well as the main instruments that are used for measuring pain in the chest area among these patients.
  Method: Systematic literature review was conducted in PubMed from the past ten years, as well as a selection of an additional source that explores explanations for chronic obstructive pulmonary disease-related chest pain. The data search was conducted from 6th of January to 16th of April 2020. The following search words were used: Pulmonary disease, chronic obstructive, Pain, Chest pain. PRISMA flow chart was used for source analysis and to ensure the quality of the articles.
  Results: Ten studies met the inclusion criteria for this systematic review. The aim of the studies was to examine and evaluate pain in patients with chronic obstructive pulmonary disease and they used different instruments. The prevalence of pain ranged from 21% to 82,1% and it varied by area. Pain in the neck and shoulder areas ranged from 9% to 50%, the lower back from 26% to 48% and 41% to 64% in the upper extremities. Eight studies measured pain intensity, using the 10-point scale, BPI. Pain intensity ranged from 2.7 to 7.3. Chest pain was also prevalent ranging from 16% to 53,7%. Findings conclude that pain in the chest appears to be a distinctive feature of chronic obstructive pulmonary disease. It can occur due to a variety of seperate or concomitant causes. One possible cause is loss of elasticity of the parietal pleura. In addition, presence of inflammatory cytokines weakens the immune system, causing adhesion and scaring in the pleura, the result of which further reduces lung expansion.
  Discussion and conclusion: Studies of pain in patients with chronic obstructive pulmonary disease show that they are common, especially in the chest, neck, lower back and upper extremities. However, the prevalence varies between studies. Chest pain is explained by many biological causes that are important to recognize but have so far received little attention. This needs to be improved by placing greater emphasis on the biological aspects of patient care in regard to research and clinical treatment.
  Keywords: Pulmonary disease, chronic obstructive, pain, chest pain, Brief Pain Inventory.

Samþykkt: 
 • 20.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35465


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - hjúkrunarfræði_GAF_GI_2020.pdf469.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_um_medferd_lokaverkefna_GAF_GI_2020.pdf54.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF