is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35466

Titill: 
  • "Við bjuggumst ekki við að þú gætir sinnt þessu starfi eins vel og hann": Ástæðan fyrir því að konur sem starfa sem endurskoðendur eru í minnihluta og upplifun þeirra af stöðu sinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hvað veldur því að konur eru í minnihluta innan endurskoðunargreinarinnar. Tekin voru eigindleg viðtöl við sex konur sem gegna stöðu löggiltra endurskoðenda á Íslandi. Niðurstöður benda til þess að helstu áhrifaþættir á minnihluta kvenna innan greinarinnar séu mikill vinnutími og áhrif hans á fjölskyldulíf, mismunandi áhættufælni kynjanna og áhrif barneigna á vinnuna. Konur og karlar bera með sér mismunandi eiginleika en konur eru oft tilfinninganæmari og umhyggjusamari og vilja síður fórna tíma sem þær geta varið með fjölskyldunni og í uppeldi barna sinna. Einnig eru þær almennt meiri fullkomnunarsinnar heldur en karlar sem veldur því að þær eiga erfiðara með að taka af skarið nema þær telji sig alveg tilbúnar til þess. Getur það til dæmis valdið því að þeim finnist þær aldrei nógu tilbúnar til að taka prófin til löggildingar endurskoðanda sem leiðir til þess að færri konur öðlast löggildingu heldur en karlar. Fyrirmyndir eru mjög mikilvægar og því er mikilvægt að konur sem starfa í atvinnugreininni nú þegar hvetji þær nýju áfram og standi við bakið á þeim.

Samþykkt: 
  • 20.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35466


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Veronica Sjöfn Garcia - Yfirlýsing.pdf224,83 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Við bjuggumst ekki við að þú gætir sinnt þessu starfi eins vel og hann - Veronica Sjöfn Garcia BS.pdf583,76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna