Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35474
Bókin Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson er grundvöllur þessarar ritgerðar. Hún er í tveimur meginhlutum. Í síðari hlutanum er þýðing á fjórða og hluta af fimmta kafla bókarinnar á pólsku. Í fyrri hlutanum, þeim fræðilega, er fjallað um bókina og höfund hennar (fyrsti kafli), ýmsa fræðilega þætti þýðinga (annar kafli) en stærsti hlutinn (þriðji kafli) fjallar um þýðinguna sjálfa og ýmis vandamál sem henni tengjast. Í stuttum lokakafla er efnið dregið saman.
Benjamín dúfa er barnabók. Tilgangurinn með þýðingunni sem hér birtist er fyrsta skrefið að heildarþýðingu á bókinni. Sú þýðing er ætluð tvítyngdum pólskum börnum sem tala bæði pólsku og íslensku. Þýðingarvinnan sýndi glögglega fram á vandamálin sem leysa þurfti. Segja má að þau séu af þrennum toga. Í fyrsta lagi eru þau málfræðileg enda málin ólík. Í öðru lagi varða þau málsniðið. Í þriðja lagi eru þau menningarbundin og hvernig leysa þurfi slík mál.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð Joanna Maria Samson.pdf | 11.58 MB | Lokaður til...01.05.2050 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing Joanna Maria Samson.pdf | 447.42 kB | Lokaður | Yfirlýsing |