Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35476
Í heimi þar sem maðurinn drottnar yfir náttúrunni mætti áætla að hann myndi axla ábyrgð á þeim skaða sem hann veldur, og tryggja afkomendum sínum farsæla framtíð. Raunin er sú að farið er að reyna á þolmörk náttúrunnar og loftslagsbreytingar orðnar að vanda sem leysa þarf í dag, ef það er ekki þegar orðið of seint.
Í þessari ritgerð er farið yfir þætti í fyrstu tveim bindum þríleiks Hildar Knútsdóttur, Ljóninu (2017) og Norninni (2019) út frá vistrýnilegu sjónarhorni með birtingarmynd mannaldar og manngyðistrúar sem uppistöðu. Ljónið gerist á Íslandi í samtímanum, en Nornin árið 2096 þegar loftslagsbreytingar hafa litað umhverfið og breytt lífi fólks. Greint er frá því hvernig Hildur ber saman nútíð og framtíð í bókunum tveimur til að ræða loftslagsbreytingar, kynslóðaátök, vangaveltur um réttindi mannsins til að sveigja undir sig náttúruöflin, og hvernig þær sjást í hversdagsleikanum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Natalia-Lind-Johannsdottir-BA.pdf | 297,11 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Natalia yfirlysing og undirskrift1.pdf | 1,43 MB | Lokaður | Yfirlýsing |