is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35479

Titill: 
  • Er gott að búa í Fjallabyggð? Fasteignakaup í Fjallabyggð sem fjárfestingarkostur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Stærsti hluti ritgerðarinnar snýr að því að skoða ólíka kostnaðarliði milli sveitarfélaga en þar ber helst að nefna fasteignagjöld og útsvar. Einnig er farið yfir það hvað gerir fasteignakaup á landsbyggðinni freistandi. Það fylgja öllum ákvörðunum vankantar og því er jafnframt farið yfir ókosti þess að búa á landsbyggðinni og þess að fjárfesta í fasteign utan höfuðborgarsvæðisins.
    Markmið ritgerðarinnar er í raun tvíþætt; að skoða samkeppnishæfi Fjallabyggðar, sem sveitarfélags, gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma er litið á hugsanlega áhættuþætti sem fylgja því að flytja á landsbyggðina, svo sem hugsanlega launalækkun, takmarkað framboð atvinnu og þróun fasteignaverðs.
    Til að svara rannsóknarspurningunni eru fasteignagjöld í Fjallabyggð brotin niður og borin saman við önnur sveitarfélög, fyrirliggjandi gögn skoðuð og lagt mat á hversu ólíkir kostirnir eru; að kaupa fasteign á höfuðborgarsvæðinu eða í Fjallabyggð.
    Niðurstaðan er sú að það er ástæða fyrir lágu fasteignaverði á landsbyggðinni, þar sem stærstur hluti fasteigna á landsbyggðinni er kominn til ára sinna og oft kominn tími á töluvert viðhald. Verðmunur á fasteignum hefur mikið vægi, útborguð laun þurfa að vera um það bil þrefalt hærri ef valið er að kaupa fasteign á höfuðborgarsvæðinu frekar en í Fjallabyggð. Þegar kemur að fasteignagjöldum er Fjallabyggð þó hvorki með áberandi há né lág fasteignagjöld. Þrátt fyrir að flestir liðir í fasteignagjöldunum komi vel út hjá Fjallabyggð eru vatns- og fráveitugjöld áberandi há í Fjallabyggð. Mesta hættan sem fylgir því að kaupa fasteign á landsbyggðinni er að raunhækkun fasteigna á landsbyggðinni hefur ekki verið eins mikil og á höfuðborgarsvæðinu.

Samþykkt: 
  • 20.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35479


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er gott að búa í Fjallabyggð-Lokaskil.pdf27.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf1.21 MBLokaðurYfirlýsingPDF