is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35481

Titill: 
 • Kostun knattspyrnuliða. Upplifun beggja vegna borðsins
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Kostun er margreynd og rótgróin aðferð við markaðssetningu. Henni má beita í ýmsum tilgangi en með kostun knattspyrnufélaga má ná til breiðs hóps og að sama skapi skýrt skilgreinds. Fyrir íslensk félög er kostun mikilvæg fjáröflunarleið sem stendur að jafnaði fyrir ríflega fjórðungi tekna. En hvernig sækja félögin sér kostunarfé og á hvaða forsendum veita fyrirtækin það? Markmið verkefnisins er að leitast við að svara þeim spurningum sem og hver upplifun viðkomandi samstarfsaðila sé á eðli kostunarinnar.
  Rætt er um markaðsráðana sjö og einkum kynningarráðana, sem kostun tengist einna helst. Hinar ýmsu hliðar kostunar eru þá til umfjöllunar en til að fá skýra mynd af kostun knattspyrnufélaga hér á landi voru hálf opin viðtöl tekin við fulltrúa fjögurra fyrirtækja og fjóra fulltrúa knattspyrnufélaga sem allir hafa reynslu af kostun þeirra sem bestum árangri hafa náð hér á landi undanfarin ár.
  Persónuleg tengsl virðast hér allt um lykjandi og segja fulltrúar félaganna lítið að sækja til fyrirtækja þar sem ekki er um slík tengsl að ræða. Þrátt fyrir það og að fyrirtækin skilgreini kostun frekar sem samfélagslega ábyrgð en markaðssetningu er sú skoðun ríkjandi innan félaganna að þau hafi mun meira fram að færa en fyrirtækin nýti sér. Skýr meiningarmunur virðist vera við hvorn enda samningaborðsins varðandi verðmæti kostunar og á meðal þeirra fyrirtækja sem hér eru til umfjöllunar stendur til að draga úr kostun við knattspyrnufélög, hætta henni eða henni hefur verið hætt að fullu.
  Innan knattspyrnufélaganna er þörf á aukinni fagþekkingu og fagmennsku í samskiptum við mögulega kostendur svo betur megi höfða til þeirra og sækja fé. Meðal þeirra fyrirtækja sem kosta helstu knattspyrnufélög hér á landi er loks full ástæða til að meta hvort eðlilegt sé að persónuleg tengsl ráði að svo miklu leiti för við útdeilingu fjármuna til samstarfsaðila.

Samþykkt: 
 • 20.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35481


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing_BBG.pdf41.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF
2020_Kostun_knattspyrnulida.pdf799.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna