en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35484

Title: 
  • Title is in Icelandic Hverjum gagnast tengslanet? Notkun tengslaneta í atvinnuleit og við ráðningar á Íslandi
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Notkun tengslaneta er ekki óumdeild aðferð í atvinnuleit og við ráðningar. Þetta viðfangsefni hefur mikið verið skoðað erlendis en á Íslandi hefur aðeins verið rannsakað viðhorf einstaklinga gagnvart notkun á tengslanetum við þessar aðstæður sem hefur reynst frekar neikvætt. Markmið rannsóknarinnar var því að fá yfirsýn yfir það hversu víðtæk þessi aðferð er hér á landi og hverjir nýta sér tengslanet í atvinnuleit með sérstaka áherslu á kynjamuninn í því samhengi. Notast var við megindlega aðferð og var gögnum safnað með spurningalista sem dreift var á Facebook. Alls fengust 332 svör en þar sem úrtakið var valið eftir hentugleika er ekki hægt að yfirfæra niðurstöður rannsóknarinnar yfir á Íslendinga almennt. Notkun á tengslaneti í atvinnuleit var skoðuð með tilliti til kyns, menntunar, aldurs og þátttöku í félagsstarfi og leiddi tölfræðileg greining á niðurstöðunum í ljós að ekki var marktækur munur á neinum þessara þátta. Þó sýndu niðurstöðurnar að 41,8% þátttakenda hafði fengið núverandi starf í gegnum tengslanet og voru einstaklingar líklegri til að fá starf í gegnum samkynja tengsl en gagnkynja. Þessi aðferð virðist því vera mun algengari hér á landi en hún er á hinum Norðurlöndunum sem má líklega rekja til smæðar landsins. Þá virðist Ísland einnig vera frábrugðið í því að hér á landi nota konur þessa aðferð til jafns við karla sem er í mótsögn við það sem flestar rannsóknir bentu til.

  • The usage of social networks in job search and hiring is a controversial method. This subject has been researched in other countries but in Iceland only the attitude of individuals towards the use of social networks in these situations has been researched which has proven to be quite negative. The purpose of this research was to get an overview of how extensive the usage of this method is in Iceland and who utilizes it, especially focusing on the gender difference in that context. Quantitative research method was used, and the data was collected with a questionnaire which was distributed on Facebook. In total there were 332 respondents but since the sample was collected by convenience the data cannot be used to generalize about Icelanders as a whole. The usage of social networks in job search was examined in regard to gender, education, age and participation in voluntary associations and the statistical analysis of the results revealed that there was no significant difference between any of these factors. However, the results showed that 41,8% of participants had gotten their current job through their social network and individuals were more likely to get a job through same-sex individuals than cross-sex. The use of this method during job search seems to be more common in Iceland than it is in the other Nordic countries which can probably be explained by the smallness of the country. Iceland also seems to be different in that women use this method equally as much as men do which is inconsistent with what most other researchers have suggested.

Accepted: 
  • May 20, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35484


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
hverjum gagnast tengslanet - lokaskil.pdf4.49 MBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlysing.pdf458.12 kBLockedDeclaration of AccessPDF