Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35485
Ritgerðin fjallar um rannsókn á Maríuminni í verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur (1963) sem endurtekið stef í myndsköpun og myndmáli listakonunnar. Frá upphafi ferilsins hafa verk hennar borið með sér trúarlegar tilvísanir í formi býsanskra íkona og konumynda undir áhrifum ítalskrar helgimyndalistar frá miðöldum. Birtingarmyndin er María mey, hin heilaga guðsmóðir með barnið sitt. Umsnúningur varð í myndmáli Kristínar þegar listakonan hóf útsaum af kvensköpum á grófan gróðurstriga með ullarbandi og málaði naktar konur á útskornar tréplötur, lagðar blaðgulli og blómsköp. Hafði hinn trúarlegi þáttur myndmálsins rofnað eða var þetta ný birtingarmynd sömu hugmyndafræði?
Sögulegar forsendur Maríuminnisins eru skoðaðar í ljósi listfræðinnar og myndlistarlegar forsendur Kristínar sem tengjast goðsögulegu og trúarlegu myndmáli. Maríuminnið er rakið frá upphöfnum móðurmyndum yfir í hugmyndina um kvenorku og móður jörð í ljósi djúpsálarfræði Carl Gustav Jung (1875-1961) og hugmynda hans um erkitýpur og samsömun. Samanburður á tveimur ólíkum altaristöflum eftir listakonuna leiðir í ljós að trúarlegt rof í hugmyndaheimi Kristínar hefur ekki átt sér stað. Myndmál hennar byggir á hring- og möndlulaga formum sem vísar til eilífðarinnar og hið ævaforna tákn um frjósemi konunnar. Myndmál listakonunnar er konan og reynsluheimur hennar sem afhjúpast frá upphafningu til jarðbindingar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2020 05 20 yfirl_Anna Þ Toher.pdf | 587.45 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
20200520 BA_List_Anna Þ Toher.pdf | 2.61 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |