is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35486

Titill: 
 • ,,Ég valdi sjálfa mig fram yfir fagstéttina“ Reynsla leikskólakennara af starfsumhverfi og starfsánægju í leik- og grunnskóla
 • Titill er á ensku ,,I choose myself instead of the profession"
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Undanfarin ár hefur brottfall leikskólakennara úr fagstéttinni verið mikið og á sama tíma hafa ekki margir nýir leikskólakennarar útskrifast. Með lagabreytingu nr. 95/2019 um nýtt leyfisbréf kennara geta kennarar starfað á öllum þremur skólastigum, það er að segja leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þessari breytingu hefur fylgt titringur, ekki síst á leikskólastiginu ásamt ótta við enn frekara brottfall úr stéttinni og að leikskólakennarar streymi úr leikskólanum yfir á önnur skólastig. Niðurstöður rannsókna á starfsánægju leikskólakennara á Íslandi sýna að leikskólakennarar sem upplifa gott starfsumhverfi og innri hvata eru ánægðir í starfi.
  Markmið rannsóknarinnar er að öðlast skilning á því hvaða upplifun og reynslu leikskólakennarar hafa af starfsumhverfi og starfsánægju í leik- og grunnskóla og hvað ýtir undir að þeir færa sig yfir á annað skólastig. Gerð var eigindleg rannsókn og tekin hálfopin viðtöl við átta leikskólakennara sem hafa starfað í grunnskólum í að minnsta kosti í 6 mánuði. Viðtölin voru greind og sett fram þrjú þemu til að lýsa niðurstöðum rannsóknarinnar: 1) Þá fannst mér álagið mun eðlilegra innan grunnskólanna, 2) Ég gerði ekki neitt, mér fannst ég bara vera að passa börnin og 3) Skemmtilegasta starf í heimi. Niðurstöður gáfu til kynna að margir þættir í starfsumhverfinu skapa starfsánægju þátttakenda og má þar nefna sveigjanlegan vinnutíma, áhrif á eigin störf, hæfilega viðveru með nemendum, faglegt starf með fagfólki og nægilegt rými til undirbúnings og samstarfs. Fram kom að erfitt er fyrir leikskólakennarana að taka ákvörðun um að færa sig yfir á grunnskólastigið en þeir gerðu það til að vernda sjálfa sig og standa með sjálfum sér. Álag á leikskólakennara er mikið og álagsþættir sem fram komu svo sem áreiti, rými og fjöldi barna samræmast fyrri rannsóknum. Fram kom að niðurstöður má nýta sem grunn að breytingum innan leikskólans þannig að leikskólakennarar fái þarfir sínar uppfylltar sem kennarar í leikskóla.
  Lykilorð: Leikskólakennarar, starfsumhverfi, starfsánægja, álag, fagmennska, stuðningur

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, many preschool teachers have left their profession whilethe number of newly gratuated has declined.. Implementation of a new law no. 95/2019 means that teachers qualified for one particular school level can now teach at all school levels, preeschool, elementary school and highschool. This new law has created some turbulance, especially at the preeschool level and people fear that more preeschool teachers will opt to move to other school levels. Icelandic studies about job satisfaction among preeschool teachers show that job satisfaction is higher among preeschool teachers who are highly motivated and perceive their work environment as good.
  The goal of this study is to gain insight into how preeschool teachers perceive their job environment and job satisfaction in preeschools and elementary schools and what motivates them to teach at another school level. A qualitative research was performed and semi-strucured interviews were conducted with eight preeschool teachers that have tought at an elimentary school for at least 6 months. The interviews were analyzed and three themes were set forth to describe the research results: 1) I found the demands normal in elementary schools, 2) I didn‘t do anything, I felt I was babysitting and 3) The most enjoyable job in the world. Findings show that many factors in the job environment predict job satisfaction among participants, mainly flexible work hours, job control, appropriate amount of time with students, professional job environment and sufficient time to prepare and collaborate. Participants talked about how difficult it was to decide to movew to the elementary school level but they did it to protect and to stand by themselves. Demands on preeschool teachers are high and findings about important factors, such as high stimlui in the environment andadequate space and number of students are consistent with previous findings. The findings can be used as a foundational for improvements in preeschool work environment in order to meet preeschool teachers needs as professional teachers in preeschools.
  Key words: preeschool teachers, job environment, job satisfaction, demands, professionalism, support

Samþykkt: 
 • 20.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöf Magnea Sverrisdóttir_Lokaskil.pdf676.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
00206BE22D55200520100512.pdf260 kBLokaðurYfirlýsingPDF