en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35487

Title: 
 • Title is in Icelandic Bankafjármögnun og markaðsfjármögnun. Samanburður og þróun á Íslandi
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Fjármögnun fyrirtækja á alþjóðavísu er með ýmsum hætti en þar er helst að nefna bankafjármögnun og markaðsfjármögnun. Þessar fjármögnunarleiðir hafa þróast á ólíkan hátt innan hvers lands og hafa efnahagslegar kreppur og uppsveiflur mótað þessa þróun. Bankafjármögnun hefur verið lykilleið í fjármögnun fyrirtækja í Evrópu en aðrar fjárfestingaleiðir hafa einnig náð fótfestu. Í Bandaríkjunum hefur markaðsfjármögnun verið ríkjandi en þar voru sett áhrifarík lög á fjárfestingastarfsemi árið 1933 í kjölfar Kreppunnar miklu.
  Banka- og markaðsfjármögnun er háð regluverkum, bæði þeim sem sett eru á alþjóðlegum vettvangi sem og þeim lögum sem gilda í hverju landi fyrir sig. Þessir þættir hafa áhrif á hvaða leiðir eru færar fyrir fyrirtæki til fjármögnunar og þetta umhverfi getur verið mjög ólíkt eftir löndum.
  Í litlu hagkerfi eins og á Íslandi hefur bankafjármögnun haft mikið vægi. Eftir fjármálakreppuna árið 2008 hefur regluverkið tekið miklum breytingum sem hefur ýtt undir aukið vægi markaðsfjármögnunar. Það er mikilvægt til lengri tíma litið að bæta skilvirkni markaðarins því ef það verður ekki gert getur það komið niður á verðmætasköpun í landinu. Efnahagskerfið hefur orðið fyrir gríðarlegum áhrifum af völdum Covid-19 faraldursins og má segja með vissu að fjármálakerfið verði að aðlagast breyttum aðstæðum.

Accepted: 
 • May 20, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35487


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bankafjármögnun og markaðsfjármögnun - Garðar Ingi G.- 2012972739 20Maí.pdf1.04 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing nýtt.pdf258.68 kBLockedDeclaration of AccessPDF