is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35489

Titill: 
  • Breytt málumhverfi íslenskra barna: Athugun á enskum framburði 30 barna með tilliti til afröddunar hljómenda á undan /p, t, k/
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram sem lokaverkefni til BA-prófs í íslensku. Könnun var gerð á 30 íslenskum börnum og athugað hvort þau noti afröddun hljómenda eða ekki við framburð á sex enskum orðum. Afröddun hljómenda er hljóðkerfisregla sem er virk í íslensku en hana er ekki að finna í ensku. Þessi hljóðkerfisregla er raunar svo virk í okkar tungu að hún smitast yfir á ensku og er einkennandi fyrir íslenskan hreim. Börnin sem tóku þátt í rannsókninni eru ekki tvítyngd og má því ætla að þau beiti íslenskum hljóðkerfisreglum við framburð þeirra orða sem voru prófuð. Spurningin er sú hvort börn víkji frá þessari hljóðkerfisreglu sökum breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu í kjölfar snjalltækjavæðingarinnar. Börn fá í auknum mæli meira enskt ílag á máltökuskeiði og sum þeirra ná því að laga framburð sinn að enskum framburði og víkja þar af leiðandi frá hljóðkerfisreglu sem er svo einkennandi fyrir íslenskan hreim. Aukin enskukunnátta og minni íslenskur hreimur í framburði ensku hefur verið tengdur breyttu málumhverfi barna á máltökuskeiði.
    Gagnasafn fyrir þetta verkefni var fengið úr öndvegisverkefni Sigríðar Sigurjónsdóttur og Eiríks Rögnvaldssonar sem gengur undir nafninu Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis. Rannsóknarverkefni Sigríðar og Eiríks hlaut þriggja ára öndvegisstyrk til þess að rannsaka áhrif stafrænna miðla og snjalltækja á ílag, viðhorf, málkunnáttu og málnotkun Íslendinga bæði á íslensku og ensku og þar með varpa ljósi á stöðu og framtíð íslenskunnar.
    Meginniðurstöður þessarar athugunar eru þær að aukið enskt ílag á máltökuskeiði virðist hafa meiri áhrif á enskuframburð stúlkna en drengja þegar kemur að íslensku hljóðkerfisreglunni um afröddun hljómenda á undan /p, t, k/. Stúlkur eru líklegri til þess að radda hljómendur á undan /p, t, k/ í framburði enskra orða eftir því sem hlutfall ensks ílags í málumhverfi þeirra er hærra. Drengir eru hins vegar líklegri til þess að nota óraddaða hljómendur á undan /p, t, k/ við framburð á enskum orðum eftir því sem hlutfall ensks ílags í málumhverfi þeirra eykst. Áhrif líffræðilegs kyns þátttakenda var meira en talið var í upphafi athugunarinnar en í ljós kom að það hafði betri forspárgetu en aldur þátttakanda um hvort hljómendur yrðu raddaðir eða óraddaðir á undan /p, t, k/ í enskum framburði þeirra.

Samþykkt: 
  • 20.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35489


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-verkefni_Osp Vilberg Baldursdottir.pdf394.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysingSkemmanÖVB.pdf45.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF