is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3549

Titill: 
  • Beiting meðalhófsreglu við ákvörðun starfsloka ríkisstarfsmanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í 12. gr. stjórnsýslulaga er ein af efnisreglunum stjórnsýsluréttarins lögfest undir heitinu meðalhófsregla. Gaukur Jörundsson var sá sem gaf reglunni þetta íslenska heiti, sem vísar til tveggja dyggða, hófsemi og þess að rata tiltekinn meðalveg. Í erlendum tungumálum tengist heiti reglunnar oftar hugmynd um hlutföll, sbr. d. proportionalitetsprincippet. Bæði hugtökin lýsa reglunni ágætlega því í stjórnsýslulögum er inntak hennar skilgreint þannig að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði sem að er stefnt verður ekki náð með öðru og vægara móti. Ennfremur skuli þess gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.
    Meðalhófsreglur hafa meðal annars mikla þýðingu við ákvörðun starfsloka ríkisstarfsmanna. Hér er ekki einungis átt við meðalhófsregluna eins og hún birtist í stjórnsýslulögum nr. 37/1993 heldur hefur löggjafinn, á Íslandi og víðar, talið ástæðu til að lögfesta regluverk byggt á sjónarmiðum um meðalhóf þegar starfslok eru ákveðin við vissar kringumstæður.
    Hér á eftir verða kannaðir megindrættir í beitingu meðalhófs við ákvörðun um starfslok ríkisstarfsmanna. Fyrst verður uppruni og inntak meðalhófsreglna skýrt. Því næst verður stuttlega gerð grein fyrir þeim réttarreglum sem gilda við starfslok ríkisstarfsmanna. Meginefni ritgerðarinnar er síðan könnun á inntaki reglnanna með skoðun á dómum Hæstaréttar og álitum umboðsmanns Alþingis sem þar hafa þýðingu.

Samþykkt: 
  • 1.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3549


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna_Tryggvadottir_fixed.pdf350.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna