Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35493
Í ritgerðinni er fjallað um hugmyndir um stofnun embættis kvenlögreglu í Reykjavík á árunum milli stríða, umræður sem sköpuðust í kringum það og siðferðismálin sem voru því nátengd. Fyrst var rætt opinberlega um málið á opnum fundi Bandalags kvenna í Reykjavík þann 24.september 1921 og varð það eitt af baráttumálum Bandalagsins að koma slíku embætti á laggirnar í Reykjavík. Í ritgerðinni er varpað ljósi á hvaða rökum var beitt fyrir stofnun þessa embættis og af hverju konur innan kvennahreyfingarinnar töldu nauðsyn á því. Einnig er umræðan um kvenlögreglu sett í samhengi við hugmyndir um samfélagslegt hlutverk kvenna og kvenímyndir og hvernig hugmyndir um starfssvið kvenlögreglunnar endurspegla það. Jafnframt eru hugmyndir kvenna hér á landi um starfssvið kvenlögreglu settar í samhengi við störf kvenlögreglu í öðrum löndum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Atli Björn - Kvenlögregla og siðferðismálin.pdf | 562,78 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Atli Björn - yfirlysing.pdf | 266,96 kB | Lokaður | Yfirlýsing |