is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35497

Titill: 
 • Á hvaða hátt er markaðurinn að skynja vörumerki myndlistarmanna á Íslandi?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Samkvæmt markaðsfræðinni er verðmæti vörumerkis fólgið í því sem að neytendur eru tilbúnir að greiða fyrir vöru/þjónustu umfram beinan kostnað við framleiðsluna. Þegar talað er um myndlistarmann er vörumerkið nafn hans og birtingarmynd vörumerkisins eru þau listaverk sem hann leggur nafn sitt við.
  Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig íslenskir myndlistarmenn byggja upp vörumerki sitt og á hvern hátt sú vörumerkjauppbygging birtist útávið á markaði.
  Framkvæmd var megindleg rannsókn sem samanstóð af 20 spurningum. Notað var hentugleikaúrtak og bárust 319 svör frá starfsmönnum verkfræðistofunnar Mannvits auk þess að tengli á könnun var deilt á póstlista Gallerís Foldar, SÍM og listaklúbbi starfsmanna Arion banki og tengli á rannsókn var dreift á samfélagsmiðlum rannsakanda. Einnig var framkvæmd eigindleg rannsókn sem fólst í fjórum viðtölum við aðila sem tengjast myndlistarheiminum á Íslandi. Viðmælendur voru listamenn og aðilar sem tengjast söluhluta myndlistar.
  Rannsóknin leiddi í ljós að íslenskir myndlistarmenn byggja upp sitt vörumerki að hluta til á samfélagsmiðlum en samt sem áður er mikilvægasti kynningarmiðill íslenskrar myndlistar enn í raunheimum. Samkvæmt þeirri niðurstöðu má draga þá ályktun að starfræn markaðsfærsla sé orðinn mikilvægur þáttur í vörumerkjauppbygginu íslenskra myndlistarmanna. Niðurstaða rannsóknar leiddi í ljós að ef fólk hefur upplifað verk eftir listamann í raunheimum þá sé það líklegra til að kaupa verk eftir myndlistarmann á Internetinu. Einnig lætur fólk eigin smekk ráða vali sínu við myndlistarkaup nema þegar um er að ræða myndlistarkaup í fjárfestingarskyni. Þá ræður frekar vali þess að um sé að ræða verk eftir þekktan myndlistarmann.

Samþykkt: 
 • 20.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35497


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Ritgerð - Tilbúin.pdf1.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Fyrir skemmuna - skjal .pdf338.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF