Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3550
Forvarnir eru einn mikilvægasti þátturinn í að hefta útbreiðslu HIV/alnæmis. Í þessari ritgerð eru aðallega bandarískar rannsóknir skoðaðar ásamt forvarnarverkefnum og forvarnarvinnu á Íslandi og á öðrum Vesturlöndum. Meðal mikilvægra þátta í forvörnum er að vinna gegn fordómum, kynjamisrétti, stuðla að jöfnuði og taka mið af því að hverjum forvarnirnar beinast. Á Íslandi hefur tekist vel til í forvarnarstarfi bæði hjá hinu opinbera og félagasamtökum sem sést á þeim stöðugleika sem náðst hefur í smittíðni á undanförnum 20 árum. Á hinum Norðurlöndunum hafa fríar sprautur og smokkar verið árangursríkar forvarnir, það gæti því verið viðbót við forvarnarstarfið hér á landi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
V_Helga_Valgeirsd_fixed.pdf | 306,09 kB | Lokaður | Heildartexti |