Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35501
Í mars árið 2014 var Krímskagi, þá hluti af Úkraínu, innlimaður í Rússland. Í kjölfar þess voru settar viðskiptaþvinganir á Rússland af Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, EES löndunum og fleirum. Þeim þvingunum var svarað með mótþvingunum af Rússlandi.
Þessi ritgerð fjallar um efnahagslegar afleiðingar þessara þvingana á Evrópulöndin, með sérstöku tilliti til Íslands og Rússlands, ásamt því að skoða hvort mætti sjá skýr áhrif þeirra á hlutabréfamarkað Rússlands. Byrjað er að segja frá sögu viðskiptaþvinga og hvernig þær hafa verið notaðar. Síðan er fjallað um aðdraganda viðskiptaþvingananna vegna Krímskagadeilnanna og hvernig þær lýstu sér. Þar á eftir eru skoðaðar fyrri rannsóknir og skýrslur ríkisstjórna um viðskiptaþvinganirnar og hagfræðilegar upplýsingar Íslands. Niðurstöður þeirra voru svo bornar saman og ályktanir dregnar af þeim. Einnig var framkvæmd könnun á verðbreytingum helstu hlutabréfaverðvísitölu Rússlands við ákveðna mikilvæga atburði. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að viðskiptaþvinganirnar höfðu efnahagsleg áhrif á Evrópulöndin en að ekki mátti sjá mjög mikil áhrif á hlutabréfamarkaðinn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman yfirlýsing.pdf | 1,74 MB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BS ritgerð - Tómas Sigurðsson - 040796-3559 2.pdf | 396,33 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |