Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35509
Fornleifarannsóknir í þjóðgarðinum á Þingvöllum hafa að mestu verið gerðar innan þingstaðarins forna en lítið hefur verið fjallað um minjar utan hans. Í þessari ritgerð eru heimildir teknar saman um eyðibyggðina á Þingvöllum. Jafnframt er greint frá kortlagningu minjastaða með notkun flygilda, sem stóð yfir með hléum árin 2017–2019 og náði alls yfir um 11 km2 svæði. Ljósmyndir og hitamyndir teknar með flygildum voru unnar með myndmælingum yfir í upprétt loftkort og yfirborðslíkön. Greint er frá áður óskráðum fornleifum, sem komu í ljós á þekktum minjastöðum í kjölfar kortlagningar. Einnig er greint frá áður óstaðsettum eyðibýlum. Þar er sérstök áhersla lögð á Grímsstaði, Litla-Hrauntún, Hrafnabjörg og Ródólfsstaði en nákvæmar staðsetningar þeirra hafa ekki legið fyrir. Eyðibýlin voru fundin á nýjan leik með notkun flygilda og í kjölfarið voru borkjarnarannsóknir framkvæmdar sem staðfestu að þar eru forn mannvirki. Sýnt er fram á að kortlagning með flygildum getur bætt nákvæmni fornleifaskráningar, hvort sem það er á bæjartúni eða í afskekktum úthögum. Einnig er sýnt fram á að hitamyndir, sem teknar eru þegar sól skín ekki á yfirborðið, gefa vísbendingar um fornleifar sem sjást illa eða alls ekki á yfirborðinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kortlagning_eydibyggdarinnar_a_thingvollum.pdf | 19.59 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_Gunnar_Grimsson.pdf | 161.8 kB | Lokaður | Yfirlýsing |