is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35510

Titill: 
  • Forvarnir gegn starfstengdri kulnun: Fræðileg samantekt.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Starfstengd kulnun hefur verið mikið í umræðunni á Íslandi upp á síðkastið, en kulnun er alvarlegt sálrænt ástand sem hefur mikil áhrif á daglegt líf einstaklings. Starfstengd kulnun er kostnaðarsöm fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stéttarfélög, en langvinn starfstengd streita er talin ýta undir kulnun. Kulnun lýsir sér þannig að fólk missir áhugann og fjarlægir sig frá starfi sínu, ásamt því að fólk finnur fyrir örmögnun og vantrú á getu sinni og sjálfu sér til að sinna starfinu sínu á árangursríkan hátt. Það er því óhætt að segja að það er til mikils að vinna að geta spornað við kulnun. Markmið verkefnisins er að setja fram fræðilega samantekt á forvarnarúrræðum gegn kulnun, en hagnýtt gæti verið fyrir einstaklinga sem finna fyrir kulnun, sem og atvinnurekendur, að geta nálgast fræðilega samantekt á niðurstöðum rannsókna sem hafa verið gerðar á forvörnum gegn kulnun. Auk þess gæti samantektin gagnast fólki sem er áhugasamt um kulnun og fyrirtækjum, þar sem tíminn er gjarnan dýrmætur. Fyrirtæki og einstaklingar geta ýmislegt gert til að draga úr áhættu á kulnun, en forvarnir á borð við heilsueflingu, sveigjanleika í starfi (e. work-life balance) og núvitund geta gagnast vel í baráttunni við kulnun. Til dæmis er mikilvægt að fólk reyni að mynda jafnvægi á milli einkalífs síns og starfsins sem það sinnir, en sveigjanleiki í starfi er talinn geta stuðlað að þessu jafnvægi á milli fjölskyldu og starfs. Verkefni þetta hefur þann tilgang að vera innlegg í umræðu um forvarnir gegn kulnun. Stuðst var við ritrýndar greinar og frumheimildir eftir fremsta megni. Þar að auki var tekið viðtal við hjúkrunarfræðing sem fær gervinafnið Rósa, sem starfar við meðhöndlun á kulnun og er fagaðili á því sviði. Stuðst var við leitarsíður á borð við Wiley, Gegnir, Leitir, Brittanica og Google scholar við úrvinnslu verkefnisins.

  • Work related burnout has been a hot topic in Iceland. Burnout is a serious psychological condition that greatly impacts an individual’s everyday life. Work-related burnout is costly for individuals, businesses, and unions, but long-term work-related stress is thought to contribute to burnout. Burnout refers to an individual’s loss of interest and distancing from their job, along with feeling emotionally exhausted and losing faith in one’s own capabilities and drive to carry out job responsibilities in an effective way. It is therefore beneficial from multiple standpoints to prevent burnout. The aim of this thesis is to summarize the theoretical background on preventative measures against burnout. This could be helpful for an individual experiencing burnout or a burnout professional, who is in search of a theoretical summary of results of research, that has been conducted on preventative measures against burnout. Additionally, the thesis could prove useful to people that have interest in the topic of burnout, as well as businesses, where time is often valuable. Businesses and individuals can do various things to lower the risk of burnout. Preventative measures such as health promotion, work-life balance, and mindfulness can be useful in the battle against burnout. For example, it is important that people try to create a balance between their private lives and their work. This is where work-life balance could help, but work-life balance refers to the ability to maintain that balance between family and work. This thesis is meant to be a contribution to the discussion about preventative measures against burnout. Peer-reviewed articles and primary sources were used as much as possible in writing the thesis. Furthermore, an interview was taken with a nurse that will be given the fake name of Rósa, who specializes in treatment of burnout and is a professional in that field. Search engines such as Wiley, Gegnir, Leitir, Brittanica, and Google Scholar were used as resources.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gísli Vilberg ritgerð 2020 skil2.pdf375.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysingfyllt.pdf217.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF