is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35512

Titill: 
  • Rafbílavæðing á Íslandi: Af hverju erum við ekki komin jafn langt og Norðmenn í rafbílavæðingunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Orkuskipti og innleiðing bifreiða sem ganga fyrir hreinni orku hefur farið sífellt vaxandi á undanförnum árum og þá sérstaklega í Evrópu. Árið 2015 komu þjóðir heims saman í París og funduðu um loftslagsmál, þar var undirritað svokallað Parísarsamkomulag sem fólst í því að halda hlýnun jarðar af mannavöldum undir 1,5°C. Íslensk stjórnvöld settu í gang metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til að tryggja að Ísland næði markmiðum Parísarsamningsins og var eitt aðaláhersluatriði aðgerðaráætlunarinnar orkuskipti í samgöngum. Nágrannar Íslendinga, Norðmenn, standa mjög framarlega í vistvænum samgöngum og státa þeir nú af flestum hreinorku bifreiðum miðað við íbúafjölda. Þeir hafa lagt áherslu á að neytandinn hagnist á því að aka um á vistvænum bílum með því m.a. að afnema virðisaukaskatt af þessum bifreiðum. Íslendingar hafa fylgt fordæmi Norðmanna í innleiðingu ívilnana og bjóða þeir sínum neytendum afslátt af virðisaukaskatti við kaup á vistvænum bifreiðum. Íslensk stjórnvöld hafa varið háum fjárhæðum í innviðauppbyggingu vegna orkuskipta og hafa m.a. veitt styrki til að tryggja þéttara net rafhleðslustöðva til að auðvelda ferðagetu rafbifreiða um allt landið. Þetta kemur sér sérstaklega vel fyrir bílaleigurnar sem ekki hafa haft hvata til að fjárfesta í rafbílum vegna skorts á rafhleðslustöðvum utan höfuðborgarsvæðisins. Óhjákvæmilega verður tekjutap á ríkissjóði við innleiðingu vistvænna ökutækja og hefur því verið settur af stað starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins til að bregðast við þeirri stöðu. Lágt olíuverð hefur neikvæð áhrif á innleiðingu rafbifreiða þar sem að það er minni hvati fyrir neytendur að skipta yfir í vistvæna orkugjafa. Heimsfaraldur COVID-19 hefur haft mikil áhrif á stöðu olíuverðs þar sem að eftirspurn eftir olíu stöðvaðist að miklu leyti eftir að flug nánast lagðist af og skólar og önnur starfsemi lá að mestu leiti niðri. Þar sem að framleitt magn af olíu stóð að miklu leyti í stað eða jókst en eftirspurnin minnkaði skapaðist mikil spenna á olíumarkaðinum og olíuverð hríðféll. Ekki er þó talið að þessi lækkun hafi neikvæðar afleiðingar fyrir rafbílamarkaðinn til lengri tíma litið.
    Verkefni íslenskra stjórnvalda er að gera rafbíla að raunhæfum ferðamáta fyrir sem flesta og tryggja að réttir innviðir séu til til staðar.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BjarkiOlafsson_BSritgerð_21.05.2020.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni skemma.pdf447.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF