is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35515

Titill: 
  • "Við erum teymi - enginn getur þetta einn!" Einkenni teymisvinnu hjá þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands
  • Titill er á ensku "We are a team - no one can do this alone!" Characteristics of teamwork of the Icelandic Coast Guard helicopter squadron
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Teymi finnast víða og hafa fjölmörg hlutverk. Árangur þeirra er þó ekki sjálfgefinn og þau bera ekki öll sömu einkenni. Til eru teymi sem starfa við aðstæður sem eru andlega og líkamlega krefjandi, öðrum ókunnugar og í huga einhverra jafnvel fráleitar. Einkenni þessara teyma eru áhugaverð en það er viðfangsefni þessarar rannsóknar. Rannsóknin fór fram með eigindlegum viðtölum við einstaklinga í þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands. Til grundvallar skoðun á þyrlusveitinni liggja fræði um einkenni árangursríkra teyma og árangursríkt áhafnarsamstarf.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að árangur í teymi eins og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar er ekki sjálfgefinn og skapast ekki nema með ómældri vinnu. Teymisstarfið byggir á trausti, stöðugri sjálfsskoðun og eftirfylgni með frammistöðu allra innan teymisins. Jákvæðni, auðmýkt og virðing verður að einkenna starfið innan þyrlusveitarinnar. Forystan verður að vera skýr en jafnframt skiptast milli aðila eftir kunnáttu og verkþáttum. Hver og einn innan teymisins ber ábyrgð á árangri þess. Hagsmunir heildarinnar vega ávallt þyngra en hagsmunir einstakra aðila í teyminu og gagnkvæmur stuðningur verður að vera til staðar.
    Af niðurstöðum má draga þá ályktun að fræðileg viðmið um árangursrík teymi eigi við um þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands. Eftir sem áður þarf teymið ávallt að vera meðvitað um að það krefst vinnu og eftirfylgni að viðhalda árangri. Aldrei má sofna á verðinum og teymið hefur þá skyldu að viðhafa stöðugt endurmat á starfinu til að vera í stakk búið að hámarka árangur og afköst. Teymið er til staðar af ástæðu, það gerir sér grein fyrir mikilvægi verkefnanna og hver og einn hefur skýrt hlutverk og skyldur. Árangursmiðuð hugsun er hvati til góðra verka og hvatinn drífur teymið áfram. Það er eftirsóknarvert að ná árangri en til þess þarf teymið að vita hvað skapar árangurinn. Að loknu dagsverki vill teymið ganga sátt frá borði, vera öðrum til eftirbreytni og ávallt til taks.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35515


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Við erum teymi - enginn getur þetta einn_Svanhildur Sverrisdóttir_Meistararitgerð í mannauðsstjórnun_vor 2020.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Svanhildur Sverrisdóttir_Skemman_yfirlýsing vegna lokaritgerðar.pdf105.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF