Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35517
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er nýr alþjóðlegur reikningsskilastaðall um leigusamninga, IFRS 16. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað eftir að staðallinn tók við af forvera sínum, IAS 17. Nú ber öllum fyrirtækjum að gera grein fyrir öllum leigusamningum sem þau hafa gert, bæði rekstrar- og fjármögnunarleigusamningum, í efnahagsreikningi sínum en áður gátu leigutakar samkvæmt IAS 17 fært rekstrarleigusamninga utan efnahagsreiknings. Þessi breyting getur haft veruleg áhrif á efnahags- og rekstrarreikning fyrirtækja. Í þessari ritgerð er lögð megináhersla á að skoða áhrif við innleiðingu IFRS 16 á tvö íslensk verslunarfyrirtæki, Haga og Festi. Þau starfa innan sama atvinnugeira og því voru áhrifin svipuð en ekki jafnmikil. Höfundi fannst áhugavert að meta mismunin á milli áhrifanna sem félögin urðu fyrir við beitingu IFRS 16 og mat það svo að helsta ástæðan fyrir mismuninum felist í vaxtastigi og tímalengd leigusamninga félaganna. Set eru upp tvö raundæmi þar sem sýnt er fram áhrif vaxtastigs og tímalengdar leigusamninga Haga og Festi á efnahags- og rekstrarreikning félaganna.
Niðurstöðurnar úr raundæmunum, með tilliti til þeirra punkta sem höfundur var með, benda til þess að tímalengd leigusamninga og endurmat á lokadegi leigusamnings hafi meiri áhrif en vaxtastig á efnahag- og rekstrarreikning félaganna. Hagar verða fyrir meiri áhrifum við beitingu IFRS 16 í ljósi þess að félagið er með styttri tímalengd og lægra vaxtastig leigusamninga sinna en Festi. Höfundur telur að mikilvægt sé fyrir greinendur ársreikninga geri sér grein fyrir mikilvægi þessara atriða þar sem þau geta haft víðtæk áhrif á efnahags- og rekstrarreikning fyrirtækja eftir upptöku IFRS 16.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS Ritgerð - Lokaeintak.pdf | 765.13 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman yfirlýsing - skannað.pdf | 214.07 kB | Lokaður | Yfirlýsing |