is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35518

Titill: 
  • Aðstandendur einhverfra barna: Líðan aðstandenda og aðkoma félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildaritgerð er fjallað um aðstandendur einhverfra barna og þau tilfinningalegu viðbrögð sem geta komið upp í tengslum við greiningu barna með einhverfu. Niðurstöður rannsókna benda til þess að fjölskyldur einhverfra barna verði fyrir sérstöku álagi. Fjallað verður um störf félagsráðgjafa með þessum fjölskyldum og hvaða úrræði þeim stendur til boða hér á Íslandi sem einstaklingum eða hópi.
    Markmið ritgerðarinnar er að sýna fram á mikilvægi stuðnings við fjölskyldur barna með einhverfu. Stuðningur getur falist í opinberri ráðgjöf, meðferð eða aðstoð frá fjölskyldu og vinum. Jafnframt verður sýnt fram á hve mikilvægt starf félagsráðgjafa er með þessum fjölskyldum til að takast á við þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir.
    Helstu niðurstöður þessarar ritgerðar eru að börn með einhverfu og aðstandendur þeirra, svo sem foreldrar, systkini, ömmur og afar, upplifi álag í aðdraganda greiningar og við greiningu barna ef ekki er unnið rétt úr málum. Í ljósi þessa hefur verið bent á mikilvægi þess að bjóða fjölskyldum einhverfra barna viðeigandi aðstoð og stuðning bæði frá utanaðkomandi fagaðilum og stórfjölskyldu eða vinum. Félagsráðgjafar sinna stóru hlutverki varðandi aðstoð og þjónustu við einhverf börn og fjölskyldur þeirra þar sem algengt er að þeir sjái um greiningu barna og sjái síðar um að fræða þau, foreldra og aðra aðstandendur um greininguna og viðbrögð við henni. Mikilvægt er að félagsráðgjafar sem sinna greiningum taki vel á móti börnum og fjölskyldum einhverfra barna, veiti þeim ráðgjöf og vísi þeim á viðeigandi meðferðarúrræði. Þau úrræði og stuðningur sem í boði eru, ásamt sterkum fjölskyldu- og vinatengslum, nýtast fjöskyldum sem búa við áskoranir og álag vel til þess að ná innri styrk og seiglu við umönnun barna en þær fjölskyldur eru líklegri til að ná góðum árangri og geta aðlagað sig breyttum aðstæðum.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf421.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF
tsa3_Tinna Sól Ásgeirsdóttir_BAritgerð.pdf975.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna