is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35520

Titill: 
  • Eiginmaður með brjóst: Tenging kyns og líkama í völdum verkum eftir Pedro Almodóvar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Spænski leikstjórinn Pedro Almodóvar er þekktur fyrir óvenjulegar nálganir á baráttu kynjanna. Kvenleikinn kemur oftast fram sem styrkleiki, þar sem eftirminnilegustu persónurnar í myndum hans sýna sínar kvenlegu hliðar. Ef gagnkynhneigðir karlmenn koma fram í myndum hans eru þeir veikar persónur sem eru bældar niður af sterkum kvenpersónum. Í ritgerðinni verður farið yfir hugmyndina um líkamlega fegurð, þá sérstaklega út frá translíkamanum þar sem transpersónurnar leggja sig allar fram um að sýna sitt kvenleg form. Einnig verður farið yfir hvar mörk líkamans eru og hvernig mörkin eru mismunandi eftir kyni og kynhneigð. Það er því misjafnt hvar mörkin milli kynlífs og ofbeldis liggja. Almodóvar brýtur upp staðalímyndir þegar kemur að konum, samkynhneigðum og transeinstaklingum. Transkonur í myndum hans verða meira en konur sem fæddust í röngum líkama, þær verða perónur sem skapa sína eigin ímynd út frá kvenleikanum. Kvenlíkaminn er ekki kyngerður eins og hann er kyngerður í menningu okkar í dag, heldur er nálgunin á kvenlega fegurð öðruvísi. Kvenlíkaminn er einnig mikið tengdur við móðureðlið, þar sem dæmi verður tekið um hvernig eina líkamlega hlutverk konunnar er að sýna hvernig líkami konunnar breytist við það að vera þunguð. Þótt kvenleikinn sé notaður sem styrkleiki, er sjálfur kvenlíkaminn oft berskjaldaður og viðkvæmur í myndum hans.
    Fyrir þessa ritgerð hafa fjögur kvikmyndaverk eftir Almodóvar verið valin: Todo sobre mi madre (1999), Hable con ella (2002), La mala educación (2004) og La piel que habito (2011). Myndirnar taka líkamann fyrir á mismunandi hátt og í ritgerðinni verður farið yfir þær persónur í þessum myndum sem styðja við kenningarnar um tengingu kyns og líkama. Þar sem óvenjulegar hugmyndir Almodóvars koma fram, ögra og hneyksla áhorfandann.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Sigridur Alma.pdf319.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Sigríður Alma. Yfirlýsing.jpeg589.58 kBLokaðurYfirlýsingJPG