is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35522

Titill: 
 • „Ég var bara svo týndur“: Upplifun af verndandi þáttum og nánum tengslum í æsku
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Afleiðingar þess að búa við misbrest í uppeldi geta birst í hegðunarvanda auk þess sem rannsóknir hafa sýnt fram á fylgni við andleg og líkamleg veikindi, jafnvel allt til æviloka. Á sama tíma hafa rannsóknir sýnt fram á að verndarþættir geta dregið úr þeim afleiðingum og áhrif öruggrar tengslamyndunar í bernsku koma sífellt betur í ljós. Aukin áhersla er á þátttöku barna í málefnum sem að þeim snúa og er því mikilvægt að fá fram upplifun þeirra á aðkomu barnaverndar.
  Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á afleiðingar þess að búa við misbrest í uppeldi og öðlast dýpri skilning á upplifun viðmælenda af tengslamyndun og hvaða hlutverki verndandi þættir gengdu í uppvexti þeirra. Nánar tiltekið er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er upplifun af styrkleikum og verndandi þáttum hjá einstaklingum sem barnavernd hafði aðkomu að í æsku og hvaða hlutverki gegnir tengslamyndun? Til að ná fram því markmiði voru tekin viðtöl við fimm einstaklinga og eigindlegum rannsóknaraðferðum beitt. Helstu niðurstöður benda til þess að tengslamyndun í bernsku hafi áhrif á getu viðmælenda til að nýta sér verndarþættir í bernsku. Tengslamyndun og verndarþættir hafa síðan áhrif á hve miklar afleiðingar verða af því að búa við misbrest í uppeldi. Auk þess kemur fram mikilvægi þess að auka enn frekar þátttöku barna í málum sínum hjá barnavernd, eins og öðrum málum sem að þeim snúa.
  Er það von mín að rannsókn þessi muni auka við þekkingu og skilning á því hvernig betur er hægt að mæta þörfum þeirra barna sem barnavernd hefur aðkomu að og stuðla að enn frekari þátttöku þeirra í vinnslu mála sinna hjá barnavernd.
  Lykilhugtök: barnavernd, tengsl, verndarþættir, vanræksla, ofbeldi, áhættuhegðun, þátttaka, félagsráðgjöf

 • Útdráttur er á ensku

  Studies have shown longlasting consequences of child maltreatment that can manifest in lifelong behavior problems as well as in physical and mental illness. At the same time, studies have shown that protective factors can reduce those adverse effects and at the same time the beneficial effects of secure attachment are becoming more evident. More emphasis is being placed on child participation in all matters concerning children and therefore it is important to bring forth their experience with child protection.
  The purpose of this study is to shed a light on the consequences of child maltreatment and to gain a deeper understanding of the meaning of childhood attachment and protective factors in the lives of the participants. More specifically, the aim of this study is to gain a better understanding of how individuals that dealt with child protection as children experience their own strenghts and protective factors and the role of attachment. To meet that goal five individuals were interviewed and qualitative research methods were employed. The main findings of the study suggest that childhood attachment influences the ability to take advantage of protective factors. Attachment and protective factors are a determining factor in how the conseqences of child maltreatment manifest. The importance of increasing child participation in child protection as well as other areas of life is further emphasised.
  It is my hope that this study will increase our knowledge and understanding of how we can better meet the needs of children in child protection and promote even further child participation in child protection.
  Keywords: child protection, attachment, protective factors, neglect, violence, risk behaviour, participation, social work

Styrktaraðili: 
 • Félagsráðgjafafélag Íslands
Samþykkt: 
 • 22.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35522


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ellen.Svava.Gudlaugsd.loka..pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverk.ESG2020.pdf41.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF