Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35524
Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Lífaldur fólks fer hækkandi og stefnir í að mun fleiri verði í eldri aldurshópum en þeim yngri. Til að stemma stigu við fjárhagslegum kostnaði mannfjöldaþróunar hefur áhersla verið lögð á úrlausnir í velferðartækni. Markmið ritgerðarinnar er að skoða viðhorf eldra fólks til velferðartækni og hvað hefur áhrif á aðlögun þess að tækninni. Í starfi sínu leitast félagsráðgjafar við að mæta fólki þar sem það er statt og því er nærtækt að kynnast upplifun og viðhorfi aldraðra til velferðartækni. Sjónum er beint að notandanum, sem í þessu tilfelli er eldra fólk, og viðhorfum þess og upplifunum af velferðartækni. Þar að auki verða helstu áhrifaþættir í aðlögun aldraðra að velferðartækni kannaðir. Leitast verður við að svara rannsóknarspurningunum: Hver eru viðhorf eldra fólks til velferðartækni? Og hvað hefur áhrif á aðlögun þess að tækninni? Helstu niðurstöður voru að aldraðir eru almennt jákvæðir í garð velferðartækni og eru tilbúnir til að tileinka sér hana. Munur er milli kynja hvers konar velferðartækni kynin tileinka sér helst. Þá hefur það áhrif ef ættingjar hafa neikvætt viðhorf gagnvart tæknilegum lausnum á það hvort aldraðir séu tilbúnir til að tileinka sér tæknina. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir sex þáttum sem hafa áhrif á aðlögun aldraðra að velferðartækni en þeir eru: einstaklings-, sálrænir-, tæknilegir-, umhverfis-, inngrips-, stuðnings- og þjálfunarþættir. Allir hafa þessi þættir áhrif á það hversu vel öldruðum gengur að aðlagast velferðartækni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaritgerd.pdf | 519.97 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 196.6 kB | Lokaður | Yfirlýsing |