is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35529

Titill: 
  • Athugun á rödduðum framburði og bð/gð-framburði í máli eldra fólks á Norðurlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar er bð/gð-framburðurinn og raddaði framburðurinn, en það eru mállýskueinkenni sem finnast á Norðurlandi. Bæði framburðareinkennin eru nú á hröðu undanhaldi. Ritgerðin byggist á rannsókn sem höfundur gerði á kjarnasvæði þessara framburðareinkenna og gögnum úr fyrri rannsóknum, einkum RAUN, RÍN og rannsókn Björns Guðfinnssonar. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort þessi framburðareinkenni finnast að einhverju leyti í máli eldri málhafa, hvernig þau koma fram í máli þeirra, hvort einhver breytileiki er í máli þeirra og hvort búsetusaga þátttakenda skiptir máli. Þátttakendur rannsóknarinnar voru þrettán talsins. Niðurstöður rannsóknarinnar voru forvitnilegar. Til dæmis fannst bð/gð-framburðurinn hjá 67 ára gömlum einstaklingi en búist var við að þetta framburðareinkenni kæmi einungis fram í máli allra elstu þátttakendanna. Búsetusaga virtist skipta máli á þann hátt að þeir sem hafa dvalið lengi fjarri heimabyggð sinni varðveita síður staðbundin framburðareinkenni. Raddaði framburðurinn fannst hjá tólf af þrettán einstaklingum en bð/gð-framburðurinn fannst hjá fimm einstaklingum. Þó að einstaklingar með bð/gð-framburðinn hafi verið mun færri en einstaklingar með raddaða framburðinn kom ánægjulega á óvart að hann skyldi koma svo skýrt fram í ekki stærri rannsókn en þeirri sem framkvæmd var fyrir þessa ritgerð. Líklega fara að verða síðustu forvöð að ná þessum framburði á upptöku. Íslenskar framburðarmállýskur eru tiltölulega fábreyttar og málið mun óneitanlega verða einsleitara ef þessi framburðareinkenni deyja út.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líney__Ingibjörg__Gísladóttir__lokaverkefni__2-converted-2.pdf544.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
lokaverkefni-converted-2.pdf64.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF