is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35532

Titill: 
  • Hvernig skapa skal talsmann vörumerkis: Samvinna markaðs- og mannauðssviðs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markaðsfólk þarf að vera skilvirkt í markaðsáætlanagerð til þess að skapa vörumerki sess í hug neytenda og koma vöru á framfæri á markaðnum. Í stefnu og markmiðum fyrirtækis felst meðal annars uppbygging vörumerkis það að efna þau loforð sem hafa verið sett á bakvið það. Oft á tíðum gleymast þó að það eru starfsmenn sem eru á bakvið loforð og eflingu vörumerkis. Hegðun starfsmanna þarf að vera í takt við loforð, markmið og gildi fyrirtækis til þess að skila sterkari samkeppnisstöðu og sterkara vörumerki á samkeppnismarkaði. Þar að leiðandi væri ákjósanlegt ef stjórnendur fyrirtækja myndu reyna eftir fremsta megni að móta hegðun og viðhorf starfsfólks í samræmi við heildarstefnu fyrirtækisins.
    Markmið þessar rannsóknar var að komast að því hvernig mannauðssvið og markaðssvið vinna saman innan fyrirtækja og hvort að þeirra ferlar hjálpi árangri vörumerkisins og vinni saman til þess að skapa talsmann vörumerkis. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við framkvæmd rannsóknarinnar þar sem tekin voru hálfstöðluð viðtöl við átta starfsmenn hjá fyrirtækjum í framleiðslu og þjónustu með það að markmiði að öðlast meiri og dýpri skilning á upplifun þeirra. Viðmælendur voru ýmist stjórnendur eða undirmenn, einna helst innan mannauðs- eða markaðssviðs fyrirtækja.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa góða hugmynd um hvaða þætti er hægt að mæla þegar kemur að því að skapa talsmann vörumerkis. Þessir þættir eru fræðsla, upplýsingagjöf, skilvirk stefna, samrýmd skilaboð starfsmanna, að mæta fólki á jafningjagrundvelli, þátttaka starfsmanna í stefnumótum og markmiðasetningu og jákvætt starfsumhverfi. Niðurstöður leiddu í ljós að þessir þættir væru þó mismunandi eftir starfssemi, meðal annars vegna þess að engin mannauðsdeild var til staðar í þeim framleiðslufyrirtækjum sem rætt var við og því ekki gerð krafa til þess að starfsmenn tækju þátt í markmiðum og stefnu fyrirtækis.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu þó einnig í ljós hvernig markaðs og mannauðssvið geta unnið saman til þess að skapa talsmann vörumerkis en felst það einna helst í skilvirkri samvinnu þeirra að innri markaðssetningu og með því að skerpa á skilaboðum og stefnu auk þess sem deildirnar þurfa að passa upp á að starfsmenn skilji skilaboð og jafnframt að þær nýti styrkleika og veikleika hvor annarrar til þess að skerpa á innri og ytri markaðssetningu.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35532


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AsaThorsteinsdottir_Meistararitgerd_21.mai.pdf2,74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf233,12 kBLokaðurYfirlýsingPDF