is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35539

Titill: 
  • Læknaverkfallið: Stefnir í annað verkfall?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um verkfall lækna sem stóð yfir frá 27. október 2014 til 7. og 8. janúar 2015, hvað hefur gerst síðan og hvort blikur séu á lofti fyrir öðru verkfalli. Ítarlega er farið yfir niðurstöðu kjarabaráttu lækna og hvernig almenningsálit og umfjöllun fjölmiðla á verkfallinu hafi hjálpað til við að ná þeim árangri. Sögu stéttafélaga og stéttabaráttu á Íslandi, hver helsti munur er á almennum og opinberum vinnumarkaði og hvaða lög og reglur gilda um kjarabaráttu opinbera starfsmanna. Farið er yfir verkföll á íslenskum vinnumarkaði, áhrif og ástæður verkfalla og mismunandi kenningar sem geta útskýrt þær ástæður. Farið verður yfir kjaramál og kjarabaráttu lækna á Íslandi frá stofnun Læknafélags Íslands. Verkfall lækna er þungamiðja þessara ritgerðar og verður það skoðað ítarlega. Alveg frá því hversu margir samningsfundir áttu sér stað í kjaraviðræðunum, hvað læknar fóru fram á í sinni kjarabaráttu og þá miklu kjarabót sem hún skilaði læknum. Að Læknafélag Íslands hafi ráðið almannatengil til þess að aðstoða við miðlun upplýsinga og hvernig það ýtti undir stuðning landsmanna með læknum. Sýnt verður fram á að læknar geti farið í verkföll án þess að það ógni öryggi landsmanna eða rjúfi læknaeiðinn sinn. Að það sé jafnvel hluti af skyldu lækna að ganga svo langt til þess að gæta að öryggi sjúklinga. Áhyggjur eru oft um að of miklar launahækkanir einnar starfsstéttar muni verða til þess að höfrungahlaup eigi sér stað í næstu kjaraviðræðum og þess vegna verður farið yfir hófsemi í kjaramálum og hvernig launahækkanir lækna virðast ekki hafa valdið slíku höfrungahlaupi. Í lokinn er fjallað um hvað hefur gerst síðan verkfalli lauk og samningar náðust. Neikvæða umfjöllun lækna á heilbrigðiskerfinu og hvernig sú umfjöllun líkist þeirri umræðu sem átti sér stað fyrir og á meðan læknar voru í verkfalli. Gert verður síðan grein fyrir því hvers vegna ég telji að orðræða lækna og ástand heilbrigðiskerfisins bendi til þess að það stefni í harða kjarabaráttu í næstu kjaraviðræðum sem gætu vel leitt til verkfalls lækna

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Læknaverkfallið - Lokaskil.pdf621.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni Yfirlýsing.jpg263.59 kBLokaðurYfirlýsingJPG